Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. júní 2023 08:01 Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig.“ Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð. Það getur líka verið stórt og erfitt skref að þiggja hjálpina. Flestir segja að það að finna samhug og stuðning frá nærumhverfinu hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra og gefi styrk til að takast á við aðstæðurnar. Að sama skapi getur það verið erfið og íþyngjandi reynsla fyrir viðkomandi að upplifa ekki stuðning frá fólki sem væntingar voru um að yrðu til staðar. Sú upplifun hefur oft áhrif á samskiptin og tengslin til frambúðar. Oft tjáir fólk sig um að það hafi komið á óvart hverjir voru til staðar í veikindunum en líka hverjir voru það ekki. Vert er að hafa í huga að krabbamein hefur áhrif á alla fjölskylduna og oftast hafa bæði sá sem hefur greinst, maki og aðrir fjölskyldumeðlimir þörf fyrir samhug og stuðning frá umhverfinu. Ef einhver sem þér er annt um hefur greinst með krabbamein eða er náinn aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein gæti verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Skoðaðu hvernig þér líður. Er eitthvað að valda þér óöryggi eða vanlíðan varðandi samskipti við viðkomandi eftir að krabbameinið greindist? Oft kann fólk vel að meta einlægni á borð við: „Ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Okkur hættir stundum til að reyna að lesa í það hvað einstaklingurinn er að hugsa. Oft er betra að spyrja viðkomandi beint hvers hann þarfnast og hvernig honum finnst best að hafa hlutina. Vert er að hafa í huga að þarfirnar geta breyst frá einum tíma til annars. Á hvaða hátt sérðu fyrir þér að geta orðið að liði eða stutt við viðkomandi? Mikilvægt er að þú finnir þín mörk varðandi hve mikið svigrúm þú telur þig hafa og ætlir þér ekki um of. Yfirleitt er fólk ekki að biðja um að þú segir eitthvað til að því líði betur. Oft er besta gjöfin að hlusta og sýna skilning án þess að reyna að breyta líðan viðkomandi með of mikið af lausnum og ráðum. Forðastu að gefa ráðleggingar eða að bera reynslu viðkomandi saman við reynslu annarra sem þú þekkir nema að biðja um leyfi fyrir því áður. Við sem störfum sem faglegir ráðgjafar hjá Krabbameinsfélaginu heyrum oft fallegar sögur af því á hvaða hátt vinir og ættingjar eru til staðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hér koma nokkrar hugmyndir og ef til vill getur þú nýtt einhverja þeirra. Bara það að senda reglulega hugulsöm skilaboð, til dæmis í gegnum messenger, tölvupóst, eða með því að hringja, getur gert meira en þig grunar. Gott er að taka fram að þú skiljir ef viðkomandi hefur ekki orku til að svara þér. Að bjóðast til að sækja barn/börn í skólann eða að gera eitthvað skemmtilegt með þeim getur verið mikil aðstoð. Stundum taka vinahópar sig til um ákveðið tímabil og skiptast á að færa fjölskyldunni mat einhvern dag eða daga í vikunni. Oft er orkan og einbeitingin til að framkvæma verk sem eru hluti af daglegu lífi af skornum skammti og á það bæði við þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans. Það getur því, til dæmis, verið mikil hjálp í að bjóðast til að versla í matinn, þrífa bílinn eða fara með hann í skoðun. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan og ekki síst þegar henni fylgir góður félagsskapur. Kannski gætir þú boðist til að fara reglulega með viðkomandi í göngutúr. Það er mikils virði fyrir þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans að næra gleðina og að hafa eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt. Bara það að skipuleggja bíóferð eða að fara á kaffihús getur gefið tilbreytingu í lífið og hjálpað viðkomandi að dreifa huganum. Fyrir vinnufélaga og vinahópa er hægt að skrifa uppbyggileg orð eða skilaboð á miða til viðkomandi sem allir setja í eina krukku til dæmis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig.“ Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð. Það getur líka verið stórt og erfitt skref að þiggja hjálpina. Flestir segja að það að finna samhug og stuðning frá nærumhverfinu hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra og gefi styrk til að takast á við aðstæðurnar. Að sama skapi getur það verið erfið og íþyngjandi reynsla fyrir viðkomandi að upplifa ekki stuðning frá fólki sem væntingar voru um að yrðu til staðar. Sú upplifun hefur oft áhrif á samskiptin og tengslin til frambúðar. Oft tjáir fólk sig um að það hafi komið á óvart hverjir voru til staðar í veikindunum en líka hverjir voru það ekki. Vert er að hafa í huga að krabbamein hefur áhrif á alla fjölskylduna og oftast hafa bæði sá sem hefur greinst, maki og aðrir fjölskyldumeðlimir þörf fyrir samhug og stuðning frá umhverfinu. Ef einhver sem þér er annt um hefur greinst með krabbamein eða er náinn aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein gæti verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Skoðaðu hvernig þér líður. Er eitthvað að valda þér óöryggi eða vanlíðan varðandi samskipti við viðkomandi eftir að krabbameinið greindist? Oft kann fólk vel að meta einlægni á borð við: „Ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Okkur hættir stundum til að reyna að lesa í það hvað einstaklingurinn er að hugsa. Oft er betra að spyrja viðkomandi beint hvers hann þarfnast og hvernig honum finnst best að hafa hlutina. Vert er að hafa í huga að þarfirnar geta breyst frá einum tíma til annars. Á hvaða hátt sérðu fyrir þér að geta orðið að liði eða stutt við viðkomandi? Mikilvægt er að þú finnir þín mörk varðandi hve mikið svigrúm þú telur þig hafa og ætlir þér ekki um of. Yfirleitt er fólk ekki að biðja um að þú segir eitthvað til að því líði betur. Oft er besta gjöfin að hlusta og sýna skilning án þess að reyna að breyta líðan viðkomandi með of mikið af lausnum og ráðum. Forðastu að gefa ráðleggingar eða að bera reynslu viðkomandi saman við reynslu annarra sem þú þekkir nema að biðja um leyfi fyrir því áður. Við sem störfum sem faglegir ráðgjafar hjá Krabbameinsfélaginu heyrum oft fallegar sögur af því á hvaða hátt vinir og ættingjar eru til staðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hér koma nokkrar hugmyndir og ef til vill getur þú nýtt einhverja þeirra. Bara það að senda reglulega hugulsöm skilaboð, til dæmis í gegnum messenger, tölvupóst, eða með því að hringja, getur gert meira en þig grunar. Gott er að taka fram að þú skiljir ef viðkomandi hefur ekki orku til að svara þér. Að bjóðast til að sækja barn/börn í skólann eða að gera eitthvað skemmtilegt með þeim getur verið mikil aðstoð. Stundum taka vinahópar sig til um ákveðið tímabil og skiptast á að færa fjölskyldunni mat einhvern dag eða daga í vikunni. Oft er orkan og einbeitingin til að framkvæma verk sem eru hluti af daglegu lífi af skornum skammti og á það bæði við þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans. Það getur því, til dæmis, verið mikil hjálp í að bjóðast til að versla í matinn, þrífa bílinn eða fara með hann í skoðun. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan og ekki síst þegar henni fylgir góður félagsskapur. Kannski gætir þú boðist til að fara reglulega með viðkomandi í göngutúr. Það er mikils virði fyrir þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans að næra gleðina og að hafa eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt. Bara það að skipuleggja bíóferð eða að fara á kaffihús getur gefið tilbreytingu í lífið og hjálpað viðkomandi að dreifa huganum. Fyrir vinnufélaga og vinahópa er hægt að skrifa uppbyggileg orð eða skilaboð á miða til viðkomandi sem allir setja í eina krukku til dæmis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar