Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 21:31 Gísli B. Árnason hefur greitt í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í 25 ár og sér nú fram á skert lífeyrisréttindi. Aðsend samsett mynd Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson. Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Skerðingin nemur um tíu prósent og á það við um þau sem fá greitt úr sjóðnum í framtíðinni. Réttindi þeirra sem nú þegar þiggja greiðslur úr sjóðnum dragast saman um rúm fjögur prósent. Lífeyrisþegi sem greitt hefur í sjóðinn í 25 ár fór á eftirlaun í lok árs í fyrra sér fram á 4,1 prósent skerðingu. „Þetta er náttúrulega hlutur sem ég hefði aldrei trúað upp á neina ríkisstjórn á Íslandi að þeir skyldu leggjast svo lágt að þeir skyldu skerða lífeyri fólks sem er komið út af vinnumarkaði. Mér finnst það með ólíkindum,“ segir Gísli B. Árnason, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og lífeyrisþegi.Gísli fékk tilkynningu frá LSR um breytinguna þann 31. maí síðastliðinn. „Ég fór á eftirlaun í desember 2022. Ég er búin að greiða í 25 ár í þennan lífeyrissjóð og ég á inneign, 25 ára inneign. Minn reikningur sem ég er búinn að borga inn á sem er mín trygging til efri áranna. Að leggjast svo lágt að ætla fara skerða þetta er alveg með ólíkindum. Það mun ég ekki láta líðast það er alveg klárt,“ segir Gísli. Málið er að fólk er ábyggilega ekkert farið að kynna sér þetta. Maður fer að gera það þegar það fer að líða að starfslokum og það var hjá mér í haust og þá uppgötvaði ég þetta Fyrirhuguð skerðing hefur sætt gagnrýni enda tekist á um háar fjárhæðir. Þá hefur komið fram að vafi leiki á því hvort skerðingin standist lög. Framkvæmdastjóri LSR sagði í dag sjóðinn fylgja lögum en að hún ætti allt eins von á því að einhverjir myndu leita réttar síns. „Við munum stefna ríkinu fyrir héraðsdóm og bara keyra á það að fá þessi ósköp leiðrétt,“ segir Gísli og bætir við: „Þetta þarf að vera byrjað að skerða og skerðingin mun taka í gildi núna 1. Júlí næstkomandi og við fyrstu skerðingu þá er ég komin með mál í hendurnar.“ Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, segir nauðsynlegt að allur vafi verði tekinn af því hvort að skerðingin standist stjórnarskrárlög. Sambandið hafi stefnt ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrisjóði opinberra starfsmanna 2017 sem var vísað frá þar sem ekki hafði hlotist skaði af skerðingum. Staðan sé önnur núna og að málið verði skoðað. „Og við stöndum klár á því að við séum með öflugan lífeyrissjóð sem stendur undir því hlutverki sem við ætlum honum. En skiljiði gremju félagsfólks ykkar? Við erum félagsfólk, þetta snertir mig,“ segir Magnús Þór Jónsson.
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldri borgarar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira