Katrín fundaði með formönnum um yfirvofandi launahækkanir Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2023 09:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í morgun með formönnum flokka á þingi þar sem yfirvofandi launahækkanir æðstu ráðamanna voru til umræðu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Launahækkanir æðstu ráðmanna munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og hafa talað fyrir því að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Þannig hafi verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður árið 2019. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir helgi að til greina kæmi að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum með einhverjum hætti. Sagði hann að á Alþingi væri ágætis samhljómur um að hækkun launa myndi taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Þá sagði hann að erfitt væri að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt gæti verið um fyrir laun æðstu embættismanna ríkisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fréttamann að loknum fundi. Hún vildi þó lítið gefa uppi um það sem kom fram á fundinum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Launahækkanir æðstu ráðmanna munu að óbreyttu taka gildi 1. júlí næstkomandi og nema þær allt frá 6 til 6,3 prósentum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa gagnrýnt fyrirhugaða hækkun harðlega og hafa talað fyrir því að laun ráðamanna hækki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. Þannig hafi verið bent á að ekkert þak sé á launahækkuninni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Launahækkunin nemur 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður árið 2019. Laun forsætisráðherra munu þannig hækka um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir helgi að til greina kæmi að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum með einhverjum hætti. Sagði hann að á Alþingi væri ágætis samhljómur um að hækkun launa myndi taka breytingum með hliðsjón af samningum hjá opinberum starfsmönnum. Þá sagði hann að erfitt væri að sjá fyrir sér fyrirkomulag sem nokkur sátt gæti verið um fyrir laun æðstu embættismanna ríkisins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fréttamann að loknum fundi. Hún vildi þó lítið gefa uppi um það sem kom fram á fundinum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Útilokar ekki breytingar á fyrirhuguðum launahækkunum Það kemur til greina að víkja frá fyrirhuguðum launahækkunum æðstu ráðamanna landsins með einhverjum hætti. 31. maí 2023 06:29