Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2023 23:03 Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins og fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk fór fyrir mótmælendum. EPA Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. Hægrisinnaði flokkurinn Lög og réttur komst til valda í landinu árið 2015. Síðan þá hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir andlýðræðislega stjórnarhætti. Meðal aðgerða ríkisstjórnar er að minnka óhæði dómstóla og fara í herferðir gegn hinsegin samfélagi landsins. „Við erum hér hálf milljón saman komin,“ sagði Donald Tusk, sem fór fremstur í flokki mótmælenda. „Pólland, Evrópa og heimurinn allur sér hversu sterk við erum og hve reiðubúin við erum til að berjast fyrir lýðræði og frelsi aftur, líkt og við gerðum fyrir þrjátíu, fjörtíu árum síðan,“ sagði Tusk við mannfjöldann í upphafi ræðu sinnar. Tusk, sem sat tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, hefur snúið aftur í landspólitíkina eftir fimm ára setu sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PO. Mótmælendur kröfðust breytinga. „Fyrir þrjátíu og fjórum árum vorum við saman komin og kröfðumst réttinda. Við verðum að endurheimta fyrri styrk og breyta reiðinni í styrk,“ sagði Lech Wałęsa borgarstjóri Varsjár. „Ég vil búa í frjálsu og lýðræðislegu evrópulandi, þar sem réttindi kvenna og minnihlutahópa eru virt og kirkjan stjórnar ekki öllu,“ sagði Kinga Sawicka. Kosningar fara fram í landinu næsta haust og mjótt er á munum milli Laga og réttar og PO. Samkvæmt könnunum getur hvorugur flokkur myndað hreinan meirihluta á þingi. Frétt Guardian um málið. Pólland Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Hægrisinnaði flokkurinn Lög og réttur komst til valda í landinu árið 2015. Síðan þá hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd fyrir andlýðræðislega stjórnarhætti. Meðal aðgerða ríkisstjórnar er að minnka óhæði dómstóla og fara í herferðir gegn hinsegin samfélagi landsins. „Við erum hér hálf milljón saman komin,“ sagði Donald Tusk, sem fór fremstur í flokki mótmælenda. „Pólland, Evrópa og heimurinn allur sér hversu sterk við erum og hve reiðubúin við erum til að berjast fyrir lýðræði og frelsi aftur, líkt og við gerðum fyrir þrjátíu, fjörtíu árum síðan,“ sagði Tusk við mannfjöldann í upphafi ræðu sinnar. Tusk, sem sat tvö kjörtímabil sem forsætisráðherra Póllands frá 2007 til 2014, hefur snúið aftur í landspólitíkina eftir fimm ára setu sem forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Hann er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, PO. Mótmælendur kröfðust breytinga. „Fyrir þrjátíu og fjórum árum vorum við saman komin og kröfðumst réttinda. Við verðum að endurheimta fyrri styrk og breyta reiðinni í styrk,“ sagði Lech Wałęsa borgarstjóri Varsjár. „Ég vil búa í frjálsu og lýðræðislegu evrópulandi, þar sem réttindi kvenna og minnihlutahópa eru virt og kirkjan stjórnar ekki öllu,“ sagði Kinga Sawicka. Kosningar fara fram í landinu næsta haust og mjótt er á munum milli Laga og réttar og PO. Samkvæmt könnunum getur hvorugur flokkur myndað hreinan meirihluta á þingi. Frétt Guardian um málið.
Pólland Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira