Unnu Meistaradeildina þriðja árið í röð Smári Jökull Jónsson skrifar 4. júní 2023 21:46 Leikmenn Vipers fagna sigrinum í dag. Vísir/EPA Norska liðið Vipers frá Kristiansand varð í dag Evrópumeistari í handknattleik þegar liðið vann FTC frá Ungverjalandi í úrslitaleik fyrir framan metfjölda áhorfenda. Úrslitahelginni í Meistaradeild kvenna í handknattleik lauk í dag með úrslitaleik norska liðsins Vipers og ungverska liðsins FTC. Vipers tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja annað ungverskt lið, Györi, að velli í gær en FTC vann sigur á danska liðinu Esbjerg. Úrslitahelgin fór fram í MVM-höllinni í Búdapest og var áhorfendamet slegið á úrslitaleiknum í dag þegar 20.022 áhorfendur voru mættir á leikinn. Aldrei hafa fleiri verið viðstaddir kvennaleik í handbolta. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki Vipiers í dag.Vísir/EPA Vipers tók frumkvæðið í upphafi leiksins í dag og náði meðal annars 5-1 forystu. Lið FTC vann sig hins vegar til baka inn í leikinn og í hálfleik munaði aðeins einu marki, staðan þá 14-13 Vipers í vil. Norska liðið gerði hins vegar út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Með hina frábæru Anna Vyakhireva frá Rússlandi í fararbroddi náði Vipers 7-1 kafla og komst í 21-14 forystu. Það var of mikill fyrir FTC að brúa sem hafði komið mörgum á óvart með því að komast alla leið í úrslitaleikinn. 2nd half of the #ehffinal4 final: Kathrine Lunde s time has come #ehfcl @VipersKrSand pic.twitter.com/lUogez5fpm— EHF Champions League (@ehfcl) June 4, 2023 Lokatölur 28-24 fyrir Vipers sem þar með vann sinn þriðja sigur í röð í Meistaradeildinni. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki norska liðsins og varði 43% þeirra skota sem hún fékk á sig. Vyakhierva var markaæst hjá Vipers ásamt Sunniva Næs Andersen með sex mörk en Emily Bölk og Andrea Lekic skoruðu fimm mörk hvor fyrir FTC. Handbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Úrslitahelginni í Meistaradeild kvenna í handknattleik lauk í dag með úrslitaleik norska liðsins Vipers og ungverska liðsins FTC. Vipers tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að leggja annað ungverskt lið, Györi, að velli í gær en FTC vann sigur á danska liðinu Esbjerg. Úrslitahelgin fór fram í MVM-höllinni í Búdapest og var áhorfendamet slegið á úrslitaleiknum í dag þegar 20.022 áhorfendur voru mættir á leikinn. Aldrei hafa fleiri verið viðstaddir kvennaleik í handbolta. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki Vipiers í dag.Vísir/EPA Vipers tók frumkvæðið í upphafi leiksins í dag og náði meðal annars 5-1 forystu. Lið FTC vann sig hins vegar til baka inn í leikinn og í hálfleik munaði aðeins einu marki, staðan þá 14-13 Vipers í vil. Norska liðið gerði hins vegar út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Með hina frábæru Anna Vyakhireva frá Rússlandi í fararbroddi náði Vipers 7-1 kafla og komst í 21-14 forystu. Það var of mikill fyrir FTC að brúa sem hafði komið mörgum á óvart með því að komast alla leið í úrslitaleikinn. 2nd half of the #ehffinal4 final: Kathrine Lunde s time has come #ehfcl @VipersKrSand pic.twitter.com/lUogez5fpm— EHF Champions League (@ehfcl) June 4, 2023 Lokatölur 28-24 fyrir Vipers sem þar með vann sinn þriðja sigur í röð í Meistaradeildinni. Hin 43 ára gamla Katrine Lunde var frábær í marki norska liðsins og varði 43% þeirra skota sem hún fékk á sig. Vyakhierva var markaæst hjá Vipers ásamt Sunniva Næs Andersen með sex mörk en Emily Bölk og Andrea Lekic skoruðu fimm mörk hvor fyrir FTC.
Handbolti Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita