Fjölnir og Afturelding á toppnum eftir góða sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 21:22 Fjölnismenn eru á toppi Lengjudeildarinnar. Vísir/Vilhelm Fjölnir og Afturelding eru efst og jöfn á toppi Lengjudeildarinnar eftir góða sigra í leikjum kvöldsins. Selfoss er ekki langt undan eftir sigur á Þrótturum. Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net Lengjudeild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Sjá meira
Fjölnir sótti Skagamenn heim á Akranes í leik sem Skagamenn máttu helst ekki tapa ætluðu þeir sér ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Fjölnir var í efsta sæti fyrir leikinn, sátu þar með 10 stig líkt og Afturelding og Grindavík. Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 10. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik fyrir gestina. Átta mínútum fyrir leikslok tvöfaldaði Guðmundur Karl Guðmundsson forystu gestanna en á lokamínútunni minnkaði Viktor Jónsson muninn og kom spennu í leikinn. Skagamönnum tókst hins vegar ekki að jafna og þeir eru nú átta stigum á eftir toppliðum deildarinnar með fimm stig eftir fimm leiki. Í Grindavík var toppslagur þar sem heimamenn tóku á móti Aftureldingu. Leikurinn suður með sjó varð í raun aldrei spennandi því Afturelding vann öruggan 3-0 sigur. Aron Elí Sævarsson skoraði fyrsta markið á 15. mínútu og Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur, fékk síðan rautt spjald um miðjan hálfleikinn og heimamenn einum færri. Skömmu fyrir hálfleik bætti Ásgeir Marteinsson við öðru marki fyrir Aftureldingu og staðan orðin erfið fyrir heimamenn. Í síðari hálfleik bættist eitt mark við, það kom á 86. mínútu þegar Elmar Smári Enesson Cogic skoraði þriðja mark gestanna. Lokatölur 3-0 og Afturelding deilir nú toppsætinu með Fjölni. Á Selfossi tóku heimamenn á móti Þrótti. Adrian Sanchez kom Selfyssingum í 1-0 á 9. mínútu og sjálfsmark Eiríks Þorsteinssonar tvöfaldaði forystu heimamanna á 21. mínútu. Selfyssingurinn Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 54. mínútu eftir glórulausa tæklingu en Þrótturum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn á 86. mínútu þegar Izaro Sanchez skoraði. Það dugði þó ekki til og Selfyssingar fögnuðu 2-1 sigri. Selfoss er nú í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Grindvíkingum sem eru í þriðja sæti. Upplýsingar um markaskorara og atvik í leikjum eru fengnar frá Fótbolti.net
Lengjudeild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Sjá meira