Bjart framundan í Hafnarfirði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júní 2023 11:56 Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag. Vísir/Vilhelm Það verður líf og fjör í Hafnarfirði allan júnímánuð, en þar eru að hefjast Bjartir dagar. Þriðju bekkingar settu hátíðina í morgun með söng en þétt dagskrá er framundan í bænum. Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Andri Ómarsson, verkefnastjóri segir fjölmarga taka þátt í að skapa viðburði um allan bæ, og á þar við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. „Við vorum að setja hátíðina í morgun með því að þriðju bekkingar komu hingað á Thorsplan og sungu inn sumarið, við erum svolítið búin að vera að bíða eftir því núna síðustu daga í maí. Nú er ég viss um að það eru bjartir dagar fram undan,“ segir Andri. Og þessi dagskrá stendur út allan júní ekki satt? „Jú það er rétt, þetta er svona hattur yfir fjölmarga viðburði sem standa út júní. Til dæmis núna um helgina þá erum við að fara opna nýja sýningu í byggðasafni, annað kvöld verður opið í vinnustofum, söfnum og verslunum fram á kvöld þannig það verður hægt að rúlla við og heimsækja ýmsa skemmtilega staði. Svo um helgina verður pólski barnadagurinn og sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn. Þá erum við nú bara rétt að byrja, svo heldur þetta áfram út júní.“ Það verður líf og fjör í Hafnarfirði næstu daga og viku.Vísir/Vilhelm Sjálfur segist Andri spenntastur fyrir sjómannadeginum en einnig fjölmörgum spennandi íþróttaviðburðum. „Til dæmis SUP jóga. Svo verður Hafnarfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn í næstu viku, eitt af fáum götuhlaupum á landinu. Götum í bænum verður lokað og hlauparar taka yfir, það verður spennandi. Svo verða fjölmargir hjóla- og þríþrautadagar. Seinnipartinn i dag ætlar Keilir að leyfa fólki að prófa golf. Þannig það er um að gera að koma og prófa skemmtilegar íþróttir í heilsubænum Hafnafirði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Hér er hægt að kynna sér viðburði og dagskrá hátíðarinnar. Hafnarfjörður Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Andri Ómarsson, verkefnastjóri segir fjölmarga taka þátt í að skapa viðburði um allan bæ, og á þar við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. „Við vorum að setja hátíðina í morgun með því að þriðju bekkingar komu hingað á Thorsplan og sungu inn sumarið, við erum svolítið búin að vera að bíða eftir því núna síðustu daga í maí. Nú er ég viss um að það eru bjartir dagar fram undan,“ segir Andri. Og þessi dagskrá stendur út allan júní ekki satt? „Jú það er rétt, þetta er svona hattur yfir fjölmarga viðburði sem standa út júní. Til dæmis núna um helgina þá erum við að fara opna nýja sýningu í byggðasafni, annað kvöld verður opið í vinnustofum, söfnum og verslunum fram á kvöld þannig það verður hægt að rúlla við og heimsækja ýmsa skemmtilega staði. Svo um helgina verður pólski barnadagurinn og sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn. Þá erum við nú bara rétt að byrja, svo heldur þetta áfram út júní.“ Það verður líf og fjör í Hafnarfirði næstu daga og viku.Vísir/Vilhelm Sjálfur segist Andri spenntastur fyrir sjómannadeginum en einnig fjölmörgum spennandi íþróttaviðburðum. „Til dæmis SUP jóga. Svo verður Hafnarfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn í næstu viku, eitt af fáum götuhlaupum á landinu. Götum í bænum verður lokað og hlauparar taka yfir, það verður spennandi. Svo verða fjölmargir hjóla- og þríþrautadagar. Seinnipartinn i dag ætlar Keilir að leyfa fólki að prófa golf. Þannig það er um að gera að koma og prófa skemmtilegar íþróttir í heilsubænum Hafnafirði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Hér er hægt að kynna sér viðburði og dagskrá hátíðarinnar.
Hafnarfjörður Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira