„Held að Cessa hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 10:00 Leikmenn karla- og kvennaliðs Bayern fögnuðu með stuðningsmönnum á Marienplatz í München á sunnudaginn. Hér er Lucas Hernandez með Glódísi Perlu Viggósdóttur. Getty/Nathan Zentveld Glódís Perla Viggósdóttir segir ánægjulegt hve samheldnin sé mikil hjá þýska stórveldinu Bayern München en leikmenn kvenna- og karlaliðs félagsins fögnuðu saman meistaratitlum sínum um liðna helgi. Karlalið Bayern varð meistari með hádramatískum hætti síðastliðinn laugardag og stóð svo heiðursvörð fyrir kvennaliðið eftir að það tryggði sér sinn meistaratitil á sunnudag, með 11-1 stórsigri á Turbine Potsdam. „Það var ótrúlega gaman og sýnir hvað klúbburinn er að reyna að lyfta kvennaknattspyrnunni og gera þetta að einni heild, en ekki tveimur deildum eins og þetta er á mörgum stöðum. Það er bara frábært. Gaman að þeir nenntu að koma og horfa, og svo fórum við öll saman niður í miðbæ að fagna þessu saman á svölunum þar. Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Leikmenn karlaliðs Bayern München voru á meðal áhorfenda þegar kvennaliðið varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn, degi á eftir karlaliðinu.Getty/Sven Hoppe Aðspurð hvernig væri að umgangast heimsfrægar stórstjörnur á borð við Thomas Müller, Manuel Neuer og fleiri í karlaliði Bayern svarar Glódís: „Þeir eru langflestir bara mjög vinalegir. Ég er reyndar ekki mikið að tala við þá. Það eru aðallega þýsku stelpurnar sem eru eitthvað að spjalla. En þetta var bara gaman og ég held að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar] hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer.“ Hin 19 ára Cecilía Rán ætti alla vega að geta lært eitt og annað af hinum 37 ára Neuer sem meðal annars hefur orðið heimsmeistari með Þýskalandi, og tvöfaldur Evrópumeistari og ellefufaldur Þýskalandsmeistari með Bayern – stórveldinu sem Glódís hefur nú hjálpað að bæta við í verðlaunasafnið: „Strákarnir voru að vinna í ellefta skiptið í röð og við í fimmta sinn í heildina. Þetta er algjört stórveldi og bara ótrúlega gaman að vera partur af þessu, og upplifa þessa rosalegu stemningu sem myndast þegar vel gengur, eins og núna þegar við unnum tvöfalt.“ Klippa: Glódís um fagnaðarlæti beggja liða Bayern Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Karlalið Bayern varð meistari með hádramatískum hætti síðastliðinn laugardag og stóð svo heiðursvörð fyrir kvennaliðið eftir að það tryggði sér sinn meistaratitil á sunnudag, með 11-1 stórsigri á Turbine Potsdam. „Það var ótrúlega gaman og sýnir hvað klúbburinn er að reyna að lyfta kvennaknattspyrnunni og gera þetta að einni heild, en ekki tveimur deildum eins og þetta er á mörgum stöðum. Það er bara frábært. Gaman að þeir nenntu að koma og horfa, og svo fórum við öll saman niður í miðbæ að fagna þessu saman á svölunum þar. Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Leikmenn karlaliðs Bayern München voru á meðal áhorfenda þegar kvennaliðið varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn, degi á eftir karlaliðinu.Getty/Sven Hoppe Aðspurð hvernig væri að umgangast heimsfrægar stórstjörnur á borð við Thomas Müller, Manuel Neuer og fleiri í karlaliði Bayern svarar Glódís: „Þeir eru langflestir bara mjög vinalegir. Ég er reyndar ekki mikið að tala við þá. Það eru aðallega þýsku stelpurnar sem eru eitthvað að spjalla. En þetta var bara gaman og ég held að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar] hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer.“ Hin 19 ára Cecilía Rán ætti alla vega að geta lært eitt og annað af hinum 37 ára Neuer sem meðal annars hefur orðið heimsmeistari með Þýskalandi, og tvöfaldur Evrópumeistari og ellefufaldur Þýskalandsmeistari með Bayern – stórveldinu sem Glódís hefur nú hjálpað að bæta við í verðlaunasafnið: „Strákarnir voru að vinna í ellefta skiptið í röð og við í fimmta sinn í heildina. Þetta er algjört stórveldi og bara ótrúlega gaman að vera partur af þessu, og upplifa þessa rosalegu stemningu sem myndast þegar vel gengur, eins og núna þegar við unnum tvöfalt.“ Klippa: Glódís um fagnaðarlæti beggja liða Bayern
Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00
„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00