„Held að Cessa hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 10:00 Leikmenn karla- og kvennaliðs Bayern fögnuðu með stuðningsmönnum á Marienplatz í München á sunnudaginn. Hér er Lucas Hernandez með Glódísi Perlu Viggósdóttur. Getty/Nathan Zentveld Glódís Perla Viggósdóttir segir ánægjulegt hve samheldnin sé mikil hjá þýska stórveldinu Bayern München en leikmenn kvenna- og karlaliðs félagsins fögnuðu saman meistaratitlum sínum um liðna helgi. Karlalið Bayern varð meistari með hádramatískum hætti síðastliðinn laugardag og stóð svo heiðursvörð fyrir kvennaliðið eftir að það tryggði sér sinn meistaratitil á sunnudag, með 11-1 stórsigri á Turbine Potsdam. „Það var ótrúlega gaman og sýnir hvað klúbburinn er að reyna að lyfta kvennaknattspyrnunni og gera þetta að einni heild, en ekki tveimur deildum eins og þetta er á mörgum stöðum. Það er bara frábært. Gaman að þeir nenntu að koma og horfa, og svo fórum við öll saman niður í miðbæ að fagna þessu saman á svölunum þar. Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Leikmenn karlaliðs Bayern München voru á meðal áhorfenda þegar kvennaliðið varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn, degi á eftir karlaliðinu.Getty/Sven Hoppe Aðspurð hvernig væri að umgangast heimsfrægar stórstjörnur á borð við Thomas Müller, Manuel Neuer og fleiri í karlaliði Bayern svarar Glódís: „Þeir eru langflestir bara mjög vinalegir. Ég er reyndar ekki mikið að tala við þá. Það eru aðallega þýsku stelpurnar sem eru eitthvað að spjalla. En þetta var bara gaman og ég held að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar] hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer.“ Hin 19 ára Cecilía Rán ætti alla vega að geta lært eitt og annað af hinum 37 ára Neuer sem meðal annars hefur orðið heimsmeistari með Þýskalandi, og tvöfaldur Evrópumeistari og ellefufaldur Þýskalandsmeistari með Bayern – stórveldinu sem Glódís hefur nú hjálpað að bæta við í verðlaunasafnið: „Strákarnir voru að vinna í ellefta skiptið í röð og við í fimmta sinn í heildina. Þetta er algjört stórveldi og bara ótrúlega gaman að vera partur af þessu, og upplifa þessa rosalegu stemningu sem myndast þegar vel gengur, eins og núna þegar við unnum tvöfalt.“ Klippa: Glódís um fagnaðarlæti beggja liða Bayern Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Karlalið Bayern varð meistari með hádramatískum hætti síðastliðinn laugardag og stóð svo heiðursvörð fyrir kvennaliðið eftir að það tryggði sér sinn meistaratitil á sunnudag, með 11-1 stórsigri á Turbine Potsdam. „Það var ótrúlega gaman og sýnir hvað klúbburinn er að reyna að lyfta kvennaknattspyrnunni og gera þetta að einni heild, en ekki tveimur deildum eins og þetta er á mörgum stöðum. Það er bara frábært. Gaman að þeir nenntu að koma og horfa, og svo fórum við öll saman niður í miðbæ að fagna þessu saman á svölunum þar. Þetta var frábær dagur í alla staði,“ segir Glódís í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Leikmenn karlaliðs Bayern München voru á meðal áhorfenda þegar kvennaliðið varð Þýskalandsmeistari á sunnudaginn, degi á eftir karlaliðinu.Getty/Sven Hoppe Aðspurð hvernig væri að umgangast heimsfrægar stórstjörnur á borð við Thomas Müller, Manuel Neuer og fleiri í karlaliði Bayern svarar Glódís: „Þeir eru langflestir bara mjög vinalegir. Ég er reyndar ekki mikið að tala við þá. Það eru aðallega þýsku stelpurnar sem eru eitthvað að spjalla. En þetta var bara gaman og ég held að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir, liðsfélagi Glódísar] hafi verið extra ánægð að fá að hitta Neuer.“ Hin 19 ára Cecilía Rán ætti alla vega að geta lært eitt og annað af hinum 37 ára Neuer sem meðal annars hefur orðið heimsmeistari með Þýskalandi, og tvöfaldur Evrópumeistari og ellefufaldur Þýskalandsmeistari með Bayern – stórveldinu sem Glódís hefur nú hjálpað að bæta við í verðlaunasafnið: „Strákarnir voru að vinna í ellefta skiptið í röð og við í fimmta sinn í heildina. Þetta er algjört stórveldi og bara ótrúlega gaman að vera partur af þessu, og upplifa þessa rosalegu stemningu sem myndast þegar vel gengur, eins og núna þegar við unnum tvöfalt.“ Klippa: Glódís um fagnaðarlæti beggja liða Bayern
Þýski boltinn Tengdar fréttir Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00 „Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. 31. maí 2023 07:00
„Tók meira leiðtogahlutverk og naut mín mjög vel“ Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, lék hverja einustu mínútu á nýafstaðinni leiktíð, þegar Bayern München varð Þýskalandsmeistari í fimmta sinn. Hún segir hlutverk sitt sem leiðtogi hjá Bayern hafa stækkað. 1. júní 2023 10:00