Fjölgar í hópi leikmanna Man. United sem missa af bikarúrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 07:31 Anthony Martial með syni sínum eftir lokaleik Manchester United í deildinni sem var á móti Fulham á Old Trafford . Getty/Ash Donelon Manchester United spilar um næstu helgi stærsta leik sinn á tímabilinu og kannski einn af þeim stærri í sögu félagsins. United mætir þá nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en Manchester liðin eru að mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Wembley. Það er aðeins meira en titill í boði því Manchester City á enn möguleika á að jafna einstakt afrek Manchester United frá 1998-99 tímabilnu þegar United vann þrennuna. An injury update on @AnthonyMartial ahead of Saturday's #FACup final.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 30, 2023 City er orðið enskur meistari og líka komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. United getur tryggt það að United verði áfram eina enska félagið sem hefur unnið þrennuna með sigri í bikarúrslitaleiknum. Það reynir hins vegar á leikmannahópinn því Erik ten Hag hefur horft á eftir mörgum leikmönnum sínum á meiðslalistann. Síðastur til að detta út er franski framherjinn Anthony Martial. Martial tognaði aftan í læri í sigrinum á Fulham og verður ekki leikfær. Hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og aðeins spilað síðustu 23 mínúturnar. Martial hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er með níu mörk í 29 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hjálpa heldur ekki framtíð hans hjá félaginu en Ten Hag mun leita að nýjum framherja í sumar. Martial bætist í hóp þeirra Lisandro Martinez, Donny van de Beek og Marcel Sabitzer sem eru allir meiddir og missa af bikarúrslitaleiknum. Það eru samt vonir um að Brasilíumaðurinn Antony geti spilað leikinn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í sigrinum á Chelsea í síðustu viku. Ökklameiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var. BREAKING: Anthony Martial is out of Saturday s Emirates FA Cup final against Manchester City due to injury. pic.twitter.com/a7tbg8B0Gx— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
United mætir þá nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar en Manchester liðin eru að mætast í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik á Wembley. Það er aðeins meira en titill í boði því Manchester City á enn möguleika á að jafna einstakt afrek Manchester United frá 1998-99 tímabilnu þegar United vann þrennuna. An injury update on @AnthonyMartial ahead of Saturday's #FACup final.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) May 30, 2023 City er orðið enskur meistari og líka komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. United getur tryggt það að United verði áfram eina enska félagið sem hefur unnið þrennuna með sigri í bikarúrslitaleiknum. Það reynir hins vegar á leikmannahópinn því Erik ten Hag hefur horft á eftir mörgum leikmönnum sínum á meiðslalistann. Síðastur til að detta út er franski framherjinn Anthony Martial. Martial tognaði aftan í læri í sigrinum á Fulham og verður ekki leikfær. Hann hafði komið inn á sem varamaður í leiknum og aðeins spilað síðustu 23 mínúturnar. Martial hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni en er með níu mörk í 29 leikjum í öllum keppnum. Þessi meiðsli hjálpa heldur ekki framtíð hans hjá félaginu en Ten Hag mun leita að nýjum framherja í sumar. Martial bætist í hóp þeirra Lisandro Martinez, Donny van de Beek og Marcel Sabitzer sem eru allir meiddir og missa af bikarúrslitaleiknum. Það eru samt vonir um að Brasilíumaðurinn Antony geti spilað leikinn þrátt fyrir að hafa verið borinn af velli í sigrinum á Chelsea í síðustu viku. Ökklameiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var. BREAKING: Anthony Martial is out of Saturday s Emirates FA Cup final against Manchester City due to injury. pic.twitter.com/a7tbg8B0Gx— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 30, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira