Íbúðaverð virðist stöðugt en sveiflur í meðalkaupverði sérbýla Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 07:53 Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Vísir/Arnar Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða í apríl og hefur því hækkað um 2,6 prósent á síðustu þremur mánuðum. Virðist íbúðaverð vera nokkuð stöðugt. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að íbúðir í fjölbýli hafi hækkað um 0,5 prósent en sérbýli um 1,7 prósent. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9 prósent. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum,“ segir í skýrslunni. 662 útgefnir kaupsamningar Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í síðasta mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafi þeir verið jafnmargir í febrúar en í mars hafi þeir verið nokkru fleiri, eða 680 talsins. Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Um meðalkaupverð sérbýla segir að það hafi sveiflast mikið undanfarið. Þannig hafi það verið um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 milljónir króna í febrúar en það hafði einnig verið 118 milljónir í september síðastliðnum. Greiðslubyrði gæti hækkað um átta prósent Ennfremur segir í skýrslunni að undanfarið hafi óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því megi búast við að þeir verði á bilinu 10,25 til 10,59 prósent hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði þar stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75 prósent. „Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að íbúðir í fjölbýli hafi hækkað um 0,5 prósent en sérbýli um 1,7 prósent. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9 prósent. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum,“ segir í skýrslunni. 662 útgefnir kaupsamningar Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í síðasta mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafi þeir verið jafnmargir í febrúar en í mars hafi þeir verið nokkru fleiri, eða 680 talsins. Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Um meðalkaupverð sérbýla segir að það hafi sveiflast mikið undanfarið. Þannig hafi það verið um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 milljónir króna í febrúar en það hafði einnig verið 118 milljónir í september síðastliðnum. Greiðslubyrði gæti hækkað um átta prósent Ennfremur segir í skýrslunni að undanfarið hafi óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því megi búast við að þeir verði á bilinu 10,25 til 10,59 prósent hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði þar stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75 prósent. „Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira