Íbúðaverð virðist stöðugt en sveiflur í meðalkaupverði sérbýla Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2023 07:53 Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Vísir/Arnar Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8 prósent á milli mánaða í apríl og hefur því hækkað um 2,6 prósent á síðustu þremur mánuðum. Virðist íbúðaverð vera nokkuð stöðugt. Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að íbúðir í fjölbýli hafi hækkað um 0,5 prósent en sérbýli um 1,7 prósent. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9 prósent. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum,“ segir í skýrslunni. 662 útgefnir kaupsamningar Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í síðasta mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafi þeir verið jafnmargir í febrúar en í mars hafi þeir verið nokkru fleiri, eða 680 talsins. Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Um meðalkaupverð sérbýla segir að það hafi sveiflast mikið undanfarið. Þannig hafi það verið um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 milljónir króna í febrúar en það hafði einnig verið 118 milljónir í september síðastliðnum. Greiðslubyrði gæti hækkað um átta prósent Ennfremur segir í skýrslunni að undanfarið hafi óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því megi búast við að þeir verði á bilinu 10,25 til 10,59 prósent hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði þar stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75 prósent. „Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar kemur fram að íbúðir í fjölbýli hafi hækkað um 0,5 prósent en sérbýli um 1,7 prósent. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9 prósent. „Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum,“ segir í skýrslunni. 662 útgefnir kaupsamningar Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í síðasta mánuði miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Hafi þeir verið jafnmargir í febrúar en í mars hafi þeir verið nokkru fleiri, eða 680 talsins. Í skýrslunni segir að í apríl hafi 13,0 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði samanborið við 13,6 prósent í mars. Um meðalkaupverð sérbýla segir að það hafi sveiflast mikið undanfarið. Þannig hafi það verið um 118 milljónir króna í apríl samanborið við 106 milljónir króna í febrúar en það hafði einnig verið 118 milljónir í september síðastliðnum. Greiðslubyrði gæti hækkað um átta prósent Ennfremur segir í skýrslunni að undanfarið hafi óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því megi búast við að þeir verði á bilinu 10,25 til 10,59 prósent hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Seðlabankinn hækkaði þar stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75 prósent. „Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira