Toney veðjaði þrettán sinnum á tap félaga sinna Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2023 09:49 Ivan Toney fær ekki að spila fleiri leiki fyrir Brentford á þessu ári. Félagið auglýsir veðmálasíðu á treyjum sínum. Getty/Ryan Pierse Enska knattspyrnusambandið hefur nú greint nánar frá ástæðunum fyrir því að Ivan Toney, framherji Brentford og enska landsliðsins, var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að veðja á leiki. Bannið var stytt eftir að Toney var greindur með veðmálafíkn. Toney var dæmdur fyrir 232 brot á reglum um veðmál. Aganefnd enska sambandsins úrskurðaði hann í átta mánaða bann og sektaði hann um 50.000 pund fyrr í þessu mánuði. Toney, sem er 27 ára gamall, gerðist meðal annars sekur um þrettán veðmál á tap eigin félaga á árunum 2017 og 2018. Um sjö leiki var að ræða en Toney spilaði þó engan af þeim leikjum. Af þessum þrettán veðmálum voru ellefu á tap Newcastle þegar Toney var að láni frá félaginu, og tvö voru á leik Wigan og Aston Villa þegar Toney var að láni hjá Wigan en hann var ekki í leikmannahópnum í þeim leik. Refsiramminn fyrir að veðja gegn eigin liði er frá sex mánuðum til ævilangs banns en það hjálpar Toney að hafa aldrei verið í þeirri stöðu að geta sjálfur tapað leik til að hagnast fjárhagslega. The FA has published its written reasons for Ivan Toney's eight-month ban. The most serious breaches below: pic.twitter.com/AJObJZqiy0— Sam Cunningham (@samcunningham) May 26, 2023 Toney veðjaði einnig alls sextán sinnum á sigur eigin liðs, í fimmtán ólíkum leikjum, og spilaði ellefu af þeim leikjum. Hann veðjaði auk þess fimmtán sinnum á að hann myndi sjálfur skora, í níu leikjum, og voru veðmálin gerð þegar almenningur hafði ekki vitneskju um að Toney yrði í byrjunarliðinu. Styttra bann vegna veðmálafíknar Toney verður í banni fram til 16. janúar á næsta ári og hann má ekki mæta á æfingar hjá Brentford fyrr en í september. Í úrskurði aganefndar segir að Toney hafi verið greindur með veðmálafíkn eins og stjórnleysi hans varðandi veðmál, yfir fjögurra ára tímabil, hafi sýnt. Það hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að stytta bannið um þrjá mánuði, niður í átta mánuði. Einnig segir að Toney sé hættur að veðja á fótbolta en að hann veðji enn á aðrar íþróttir og í spilavítum. Hann sé staðráðinn í að takast á við veðmálafíkn sína þegar leiktíðinni ljúki. Þá segir að tekið sé tillit til þess að Toney hafi verið tiltölulega ungur þegar brotin áttu sér stað, og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot utan vallar. Ekki sé þó ástæða til að skilorðsbinda neinn hluta refsingarinnar. Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Toney var dæmdur fyrir 232 brot á reglum um veðmál. Aganefnd enska sambandsins úrskurðaði hann í átta mánaða bann og sektaði hann um 50.000 pund fyrr í þessu mánuði. Toney, sem er 27 ára gamall, gerðist meðal annars sekur um þrettán veðmál á tap eigin félaga á árunum 2017 og 2018. Um sjö leiki var að ræða en Toney spilaði þó engan af þeim leikjum. Af þessum þrettán veðmálum voru ellefu á tap Newcastle þegar Toney var að láni frá félaginu, og tvö voru á leik Wigan og Aston Villa þegar Toney var að láni hjá Wigan en hann var ekki í leikmannahópnum í þeim leik. Refsiramminn fyrir að veðja gegn eigin liði er frá sex mánuðum til ævilangs banns en það hjálpar Toney að hafa aldrei verið í þeirri stöðu að geta sjálfur tapað leik til að hagnast fjárhagslega. The FA has published its written reasons for Ivan Toney's eight-month ban. The most serious breaches below: pic.twitter.com/AJObJZqiy0— Sam Cunningham (@samcunningham) May 26, 2023 Toney veðjaði einnig alls sextán sinnum á sigur eigin liðs, í fimmtán ólíkum leikjum, og spilaði ellefu af þeim leikjum. Hann veðjaði auk þess fimmtán sinnum á að hann myndi sjálfur skora, í níu leikjum, og voru veðmálin gerð þegar almenningur hafði ekki vitneskju um að Toney yrði í byrjunarliðinu. Styttra bann vegna veðmálafíknar Toney verður í banni fram til 16. janúar á næsta ári og hann má ekki mæta á æfingar hjá Brentford fyrr en í september. Í úrskurði aganefndar segir að Toney hafi verið greindur með veðmálafíkn eins og stjórnleysi hans varðandi veðmál, yfir fjögurra ára tímabil, hafi sýnt. Það hafi ráðið miklu um þá ákvörðun að stytta bannið um þrjá mánuði, niður í átta mánuði. Einnig segir að Toney sé hættur að veðja á fótbolta en að hann veðji enn á aðrar íþróttir og í spilavítum. Hann sé staðráðinn í að takast á við veðmálafíkn sína þegar leiktíðinni ljúki. Þá segir að tekið sé tillit til þess að Toney hafi verið tiltölulega ungur þegar brotin áttu sér stað, og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot utan vallar. Ekki sé þó ástæða til að skilorðsbinda neinn hluta refsingarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira