„Samfélagið hætti aldrei að moka“ Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 13:30 Theodór Sigurbjörnsson átti mjög góðan leik í gær og fagnaði innilega með stuðningsmönnum sínum sem fjölmenntu á Ásvelli þó að ekki væri gott í sjóinn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Theodór Sigurbjörnsson rifjaði upp eldgosið í Heimaey þegar hann reyndi að útskýra fyrir sérfræðingunum í Seinni bylgjunni af hverju lið ÍBV virðist alltaf best þegar allt er undir í lok leikja. Eyjamenn komust í gær í 2-0 í einvígi sínu við Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta, með 29-26 sigri, og geta orðið meistarar á heimavelli á föstudagskvöld. Gestunum virtist líða afskaplega vel á lokakaflanum í gær þrátt fyrir að leikurinn væri ansi jafn, og þannig hefur það verið í vor. ÍBV hefur nefnilega enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni. „Þessi leikur er bara sextíu mínútur og við erum ekkert að stressa okkur, sama hvernig staðan er. Þessi vél heldur bara alltaf áfram að malla,“ sagði Theodór sem settist niður með meðlimum Seinni bylgjunnar á Ásvöllum í gær. „Árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Fólk var að moka og moka en aldrei sá högg á vatni. En samfélagið hætti aldrei að moka. Þetta samfélag varð sterkara fyrir vikið og við gefumst aldrei upp. Þetta samfélag er náttúrulega ótrúlegt. Það er eitthvað fárviðri hérna á Suðurlandinu, Herjólfur fer í Þorlákshöfn í skítabrælu, en stúkan er samt kjaftfull. Maður fær bara gæsahúð,“ sagði Theodór en spjallið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Theodór í stuði eftir sigurinn Snýst um að hafa gaman og njóta Theodór skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum í gær en markahæstur var Rúnar Kárason með 11 mörk úr 14 skotum. Theodór tók undir að menn eins og Rúnar og fleiri, sem ekki væru uppaldir í Eyjum, væru orðnir miklir Eyjamenn: „Já, algjörlega. Þú sérð til dæmis Ísak, frábær stemningsmaður. Pavel er náttúrulega eitthvað annað, eins og jóker inni á vellinum. Maður nær stundum ekki sambandi við hann þegar maður er að fá hann út af vellinum, hann er bara úti í horni hoppandi í einhverja hringi. Þetta er bara geggjað lið, vel samstillt og við erum bara flottir.“ Theodór tók jafnframt undir að leikmenn eins og hann, Kári Kristján Kristjánsson og fleiri væru miklir stemningsmenn sem smituðu út frá sér: „Já, algjörlega. Þetta snýst líka bara svolítið um að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera í sportinu. Það eru forréttindi að spila þessa leiki og við eigum að taka allan kraftinn úr stúkunni, vera líflegir og njóta og hafa gaman. Það skiptir ekki máli hvernig staðan er,“ sagði Theodór en viðtalið við hann má sjá allt hér að ofan. Næsti leikur ÍBV og Hauka er í Eyjum á föstudagskvöld klukkan 19:15. Vegleg útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira
Eyjamenn komust í gær í 2-0 í einvígi sínu við Hauka um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta, með 29-26 sigri, og geta orðið meistarar á heimavelli á föstudagskvöld. Gestunum virtist líða afskaplega vel á lokakaflanum í gær þrátt fyrir að leikurinn væri ansi jafn, og þannig hefur það verið í vor. ÍBV hefur nefnilega enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni. „Þessi leikur er bara sextíu mínútur og við erum ekkert að stressa okkur, sama hvernig staðan er. Þessi vél heldur bara alltaf áfram að malla,“ sagði Theodór sem settist niður með meðlimum Seinni bylgjunnar á Ásvöllum í gær. „Árið 1973 gaus í Vestmannaeyjum. Fólk var að moka og moka en aldrei sá högg á vatni. En samfélagið hætti aldrei að moka. Þetta samfélag varð sterkara fyrir vikið og við gefumst aldrei upp. Þetta samfélag er náttúrulega ótrúlegt. Það er eitthvað fárviðri hérna á Suðurlandinu, Herjólfur fer í Þorlákshöfn í skítabrælu, en stúkan er samt kjaftfull. Maður fær bara gæsahúð,“ sagði Theodór en spjallið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Theodór í stuði eftir sigurinn Snýst um að hafa gaman og njóta Theodór skoraði sex mörk úr sex skotum í leiknum í gær en markahæstur var Rúnar Kárason með 11 mörk úr 14 skotum. Theodór tók undir að menn eins og Rúnar og fleiri, sem ekki væru uppaldir í Eyjum, væru orðnir miklir Eyjamenn: „Já, algjörlega. Þú sérð til dæmis Ísak, frábær stemningsmaður. Pavel er náttúrulega eitthvað annað, eins og jóker inni á vellinum. Maður nær stundum ekki sambandi við hann þegar maður er að fá hann út af vellinum, hann er bara úti í horni hoppandi í einhverja hringi. Þetta er bara geggjað lið, vel samstillt og við erum bara flottir.“ Theodór tók jafnframt undir að leikmenn eins og hann, Kári Kristján Kristjánsson og fleiri væru miklir stemningsmenn sem smituðu út frá sér: „Já, algjörlega. Þetta snýst líka bara svolítið um að hafa gaman af þessu og njóta þess að vera í sportinu. Það eru forréttindi að spila þessa leiki og við eigum að taka allan kraftinn úr stúkunni, vera líflegir og njóta og hafa gaman. Það skiptir ekki máli hvernig staðan er,“ sagði Theodór en viðtalið við hann má sjá allt hér að ofan. Næsti leikur ÍBV og Hauka er í Eyjum á föstudagskvöld klukkan 19:15. Vegleg útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Seinni bylgjan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Sjá meira