Guardiola kallar eftir niðurstöðu svo fólk hætti að tala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2023 11:30 Pep Guardiola kyssir verðlaunapeninginn sem hann fékk eftir sigur Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Ap/Jon Super Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vonast eftir því að kærurnar gegn félaginu fái flýtimeðferð og að við fáum niðurstöðu sem fyrst. Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City eru með 115 kærur yfir sér fyrir brot á rekstrareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Kærurnar voru gerðar opinberar í febrúar síðastliðnum en þær koma til vegna þess sem gerðist á árunum 2009 til 2018. City var líka sakað um að aðstoða ekki við rannsóknina sem hófst í desember 2018. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) City heldur fram sakleysi sínu í þessu máli og telja sig geta sannað það með óhrekjanlegum sönnunargögnum. City fólk segist líka hlakka til að geta klárað þetta mál endanlega. Íþróttadómstóllinn sneri við tveggja ára banni á félagið í Evrópukeppnum sem UEFA dæmdi City í árið 2020 en City fékk engu að síður tíu milljónir evra í sekt fyrir að hindra rannsókn málsins. Pep Guardiola var að gera City að Englandsmeisturum í fimmta sinn á síðustu sex árum en liðið mætir Brighton í kvöld í leik sem liðið átti inni. „Það sem ég vil sjá að gerist er að enska úrvalsdeildin og dómararnir geti komist að niðurstöðu eins fljótt og auðið er. Þá, ef að við gerðum eitthvað rangt, vita það allir en ef við gerðum hlutina á réttan hátt, eins og við höfum trúað í mörg ár, þá mun fólk hætta að tala um þetta,“ sagði Pep Guardiola. „Ég myndi elska að sjá niðurstöðu á morgun. Það væri jafnvel enn betra að fá hana strax í kvöld. Vonandi eru menn ekki svo uppteknir, dómararnir geta hlustað á báða aðila og ákveðið hvað sé besta að gera. Þegar upp er staðið þá vitum við að við höfum unnið á sanngjarnan hátt inn á vellinum og efumst ekki um sakleysi félagsins,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola: We would love it tomorrow, this afternoon [even] better. We would love it. Hopefully they are not so busy and the judges can see both sides and decide what is the best because in the end I know fairly what we won, we won on the pitch https://t.co/EnXoMlqORu— Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2023 Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira
Nýkrýndir Englandsmeistarar Manchester City eru með 115 kærur yfir sér fyrir brot á rekstrareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Kærurnar voru gerðar opinberar í febrúar síðastliðnum en þær koma til vegna þess sem gerðist á árunum 2009 til 2018. City var líka sakað um að aðstoða ekki við rannsóknina sem hófst í desember 2018. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) City heldur fram sakleysi sínu í þessu máli og telja sig geta sannað það með óhrekjanlegum sönnunargögnum. City fólk segist líka hlakka til að geta klárað þetta mál endanlega. Íþróttadómstóllinn sneri við tveggja ára banni á félagið í Evrópukeppnum sem UEFA dæmdi City í árið 2020 en City fékk engu að síður tíu milljónir evra í sekt fyrir að hindra rannsókn málsins. Pep Guardiola var að gera City að Englandsmeisturum í fimmta sinn á síðustu sex árum en liðið mætir Brighton í kvöld í leik sem liðið átti inni. „Það sem ég vil sjá að gerist er að enska úrvalsdeildin og dómararnir geti komist að niðurstöðu eins fljótt og auðið er. Þá, ef að við gerðum eitthvað rangt, vita það allir en ef við gerðum hlutina á réttan hátt, eins og við höfum trúað í mörg ár, þá mun fólk hætta að tala um þetta,“ sagði Pep Guardiola. „Ég myndi elska að sjá niðurstöðu á morgun. Það væri jafnvel enn betra að fá hana strax í kvöld. Vonandi eru menn ekki svo uppteknir, dómararnir geta hlustað á báða aðila og ákveðið hvað sé besta að gera. Þegar upp er staðið þá vitum við að við höfum unnið á sanngjarnan hátt inn á vellinum og efumst ekki um sakleysi félagsins,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola: We would love it tomorrow, this afternoon [even] better. We would love it. Hopefully they are not so busy and the judges can see both sides and decide what is the best because in the end I know fairly what we won, we won on the pitch https://t.co/EnXoMlqORu— Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2023
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Sjá meira