Lítið vitað um innihald þeirra vímuefna sem eru í umferð og þörf á efnagreiningu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 10:39 Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. einar árnason Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll að sögn sérfræðings. Lítið sé vitað um innihald þeirra sem eru í umferð hér á landi. Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“ Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Efnagreining á vímuefnum er skaðaminnkandi úrræði þar sem skimað er fyrir hættulegum efnum í umferð. Um er að ræða lágþröskuldastöðvar þar sem fólk getur komið með brot af sínum neysluskammti til að fá upplýsingar um innihald og styrkleika efnisins auk þess sem notendum er boðið upp á skaðaminnkandi leiðbeiningar og ráðgjöf. Úrræðið þekkist víðsvegar í Evrópulöndum, en er ekki í boði hér á landi. Einn helsti sérfræðingur Evrópu í efnagreiningum á vímuefnum segir yfir þrjátíu ára reynslu Hollendinga á úrræðinu sýna að það geti komið í veg fyrir ótímabær dauðsföll. „Þetta er ekkert öðruvísi á Íslandi. Ég er viss um að fólk neytir fíkniefna sem eru afar hættuleg og myndi ekki neyta þeirra ef það þekkti innihald þeirra,“ segir Daan van der Gouwe, sérfræðingur í efnagreiningum á vímuefnum. Lítið vitað um efnin Sérfræðingur í skaðaminnkun segir lítið vitað um efnin sem eru í umferð hér á landi. „Við vitum mjög lítið ef það eru hættuleg efni í umferð og þá hvaða íblöndunarefni eru mögulega í efnunum. Það klárlega vantar efnagreiningu á vímuefnum svo við getum farið að „mónitora“ vímuefnamarkaðinn og um leið og koma hættuleg vímuefni þá getum við gefið út ákveðna viðvörun til úrræða, notenda og löggæslunnar - þannig að við getum raunverulega brugðist við ef það eru hættuleg efni í umferð,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. Svala Jóhannsdóttir segir þörf á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi.skjáskot/stöð2 „Við köllum þetta rauða viðvörun. Það þýðir að ef vart verður við stórhættuleg efni á markaðnum setjum við í gang sérstaka viðvörunarherferð sem kemur í veg fyrir að fólk neyti umræddra efna,“ segir Daan van der Gouwe. Fyrir nokkru reyndi á gagnsemi úrræðisins í Hollandi þegar tafla fór í umferð sem greining sýndi að innihélt mjög há gildi af skaðlegum efnum. Yfirvöld gáfu út umrædda rauða viðvörun og segir hann að enginn dauðsföll hafi orðið sem rekja mátti til töflunnar, samanborið við fjölda dauðsfalla af völdum efnisins í nágrannaríki þar sem greining var ekki fyrir hendi. Úrræði sem vantar Svala segir vísbendingar um að mögulega séu hættuleg efni í umferð hér á landi sem hafi valdið ótímabærum dauðsföllum. „Það er gríðarlega mikilvægt að við tökum fyrir alvöru þetta samtal og förum að skoða möguleikann á því að byrja að taka þessi skref, því þetta er klárlega úrræði sem vantar.“
Fíkn Tengdar fréttir „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
„Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30