„Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra“ Snorri Másson skrifar 27. maí 2023 10:50 Í Íslandi í dag var kíkt til Grindavíkur á fund hins listfenga grillara og sjónvarpskokks Alfreðs Fannars Björnssonar. Hann sagði okkur frá helstu straumum og stefnum í grillmálum Íslendinga í sumar og benti skilmerkilega á helstu mistök fólks á þessu mikilvæga sviði. Þau eru auðveldlega leiðrétt. „Það er að nota ekki hitamæli,“ segir Alfreð og gerir miklar athugasemdir við að meta ástand grillkjöts með því að klípa í það og miða við að klípa í lófa sér til að áætla kjarnhitann. „Þar getur þú tekið einhvern Crossfit-gaur og gert það sama, en hann er þá bara alltaf með well-done steik,“ segir Alfreð. Hitamælirinn sem Alfreð Fannar Björnsson heldur þarna um er lykilatriði í að elda kjöt hæfilega vel, segir hann. Væntanleg er ný sería af BBQ-kónginum á Stöð 2, þar sem Alfreð sviptir áfram hulunni af leyndardómum grillsins.Vísir Ekki þjóðernissinnaður grillari Grillmenning Íslendinga er að sögn Alfreðs að þróast nokkuð. „Það hefur aukist töluvert að fólk er að grilla eitthvað annað en lambalærissneiðar og kjúklingabringur,“ segir Alfreð. Þar er fiskur að koma sterkur inn að hans sögn en í nýrri seríu af BBQ-kónginum sem væntanleg er í sumar er einn þáttur helgaður fiski. Þar kemur risahumar við sögu, sem Alfreð segir sérstaklega góðan. Þótt lambakjöt og aðrar tegundir hafi margt til síns ágætis kveðst Alfreð enn halda mest upp á klassískt nautakjöt. Íslensku nauti þá, eða ert þú ekki þjóðernissinni að þessu leyti? Ertu rólegur yfir því? „Ég er rólegur yfir því. Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra. Jújú, íslenskt nautakjöt er alveg frábært, en það er bara rosalega óstabílt. Þú getur lent á rosalega góðu en svo geturðu líka lent á rosalega slæmu. En með því að taka svona erlent, eins og er bara í Kjötkompaní, þú lendir alltaf á góðu nautakjöti. Ribeye að hellisbúahætti Ef Alfreð þyrfti að velja kjöt til að grilla og aðferð til að grilla það strax í kvöld segðist hann mundu fara í kjötverslun, sækja nautaribeye og elda steikina eftir aðferð sem kalla mætti samkvæmt frumstæðri þýðingu „öfugan sviða“ - á ensku ‘reverse sear’. Caveman-aðferðin svonefnda felst í að grilla kjötið beint á kolunum.Stöð 2 Þar er steikin hituð upp í 50°C á lágum hita (120°C). Þegar svo er komið er hitinn í grillinu hámarkaður helst upp í allt að 300°C og steikinni skellt aftur á grillið á mínútu á hvora hlið. Ef um kolagrill er að ræða hvetur Alfreð til þess að gerðar séu tilraunir að hætti hellisbúans (e. caveman) og steikinni fleygt beint á kolin og grindin fjarlægð. Með þessu á að fást hin vænsta steik. Matur Ísland í dag Grindavík Tengdar fréttir BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31 BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
„Það er að nota ekki hitamæli,“ segir Alfreð og gerir miklar athugasemdir við að meta ástand grillkjöts með því að klípa í það og miða við að klípa í lófa sér til að áætla kjarnhitann. „Þar getur þú tekið einhvern Crossfit-gaur og gert það sama, en hann er þá bara alltaf með well-done steik,“ segir Alfreð. Hitamælirinn sem Alfreð Fannar Björnsson heldur þarna um er lykilatriði í að elda kjöt hæfilega vel, segir hann. Væntanleg er ný sería af BBQ-kónginum á Stöð 2, þar sem Alfreð sviptir áfram hulunni af leyndardómum grillsins.Vísir Ekki þjóðernissinnaður grillari Grillmenning Íslendinga er að sögn Alfreðs að þróast nokkuð. „Það hefur aukist töluvert að fólk er að grilla eitthvað annað en lambalærissneiðar og kjúklingabringur,“ segir Alfreð. Þar er fiskur að koma sterkur inn að hans sögn en í nýrri seríu af BBQ-kónginum sem væntanleg er í sumar er einn þáttur helgaður fiski. Þar kemur risahumar við sögu, sem Alfreð segir sérstaklega góðan. Þótt lambakjöt og aðrar tegundir hafi margt til síns ágætis kveðst Alfreð enn halda mest upp á klassískt nautakjöt. Íslensku nauti þá, eða ert þú ekki þjóðernissinni að þessu leyti? Ertu rólegur yfir því? „Ég er rólegur yfir því. Erlent nautakjöt, bara sorrý, það er bara miklu betra. Jújú, íslenskt nautakjöt er alveg frábært, en það er bara rosalega óstabílt. Þú getur lent á rosalega góðu en svo geturðu líka lent á rosalega slæmu. En með því að taka svona erlent, eins og er bara í Kjötkompaní, þú lendir alltaf á góðu nautakjöti. Ribeye að hellisbúahætti Ef Alfreð þyrfti að velja kjöt til að grilla og aðferð til að grilla það strax í kvöld segðist hann mundu fara í kjötverslun, sækja nautaribeye og elda steikina eftir aðferð sem kalla mætti samkvæmt frumstæðri þýðingu „öfugan sviða“ - á ensku ‘reverse sear’. Caveman-aðferðin svonefnda felst í að grilla kjötið beint á kolunum.Stöð 2 Þar er steikin hituð upp í 50°C á lágum hita (120°C). Þegar svo er komið er hitinn í grillinu hámarkaður helst upp í allt að 300°C og steikinni skellt aftur á grillið á mínútu á hvora hlið. Ef um kolagrill er að ræða hvetur Alfreð til þess að gerðar séu tilraunir að hætti hellisbúans (e. caveman) og steikinni fleygt beint á kolin og grindin fjarlægð. Með þessu á að fást hin vænsta steik.
Matur Ísland í dag Grindavík Tengdar fréttir BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31 BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
BBQ kóngurinn grillar kjúklinga kirsuber Grillmeistarinn geðþekki, Alfreð Fannar Björnsson, hefur sýnt áhorfendum Stöðvar 2 frumlega grilltakta í þáttunum BBQ kóngurinn síðastliðið árið. 1. desember 2021 11:31
BBQ kóngurinn: Flanksteik fyllt með rjómaosti og spínati „Sjáiði hvað þetta er flott hjá mér? Það mætti halda að ég væri að gera eitthvað krem fyrir köku. Samt kann ég ekkert að baka, nema vandræði,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar þegar hann framreiðir fyllta Flanksteik í þættinum BBQ kóngurinn. 30. júní 2021 16:34