Ferrari undirbýr tugmilljóna tilboð í Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 23:15 Mun Hamilton aka við hlið Charles Leclerc hjá Ferrari á næsta tímabili? Vísir/Getty Svo gæti farið að sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes skipti yfir til keppinautanna í Ferrari fyrir næsta tímabil. Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton. Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton.
Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira