„Spænska úrvalsdeildin tilheyrir rasistum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 09:30 Vinícius Junior fékk rautt spjald gegn Valencia. getty/Francisco Macia Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, segir að spænska úrvalsdeildin tilheyri rasistum eftir að hann varð fyrir kynþáttaníði í tapinu fyrir Valencia, 1-0, í gær. Vinícius var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. (@vinijr) Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, finnst stjórnendur spænsku úrvalsdeildarinnar ekki gera nóg til að taka á kynþáttaníði á leikjum í deildinni. Dómari leiksins í gær stöðvaði hann ekki þegar Vinícius sagði honum frá kynþáttaníðinu sem hann varð fyrir. ,,Þú verður að stöðva leikinn við svona aðstæður," sagði Ancelotti. „Það er ekki hægt að halda áfram við svona aðstæður. Ég sagði við dómarann að ég væri að íhuga að skipta leikmanninum af velli. Það er hugsun sem hefur aldrei áður skotið upp kolli hjá mér.“ Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona er búið að tryggja sér meistaratitilinn. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Vinícius var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hann braut á leikmanni Valencia, Hugo Duro. Fyrr í leiknum hafði hópur stuðningsmanna Valencia beint apahljóðum að Vinícius. „Deildin sem gat einu sinni státað sig af Ronaldinho, Ronaldo, [Cristiano] Ronaldo og [Lionel] Messi tilheyrir rasistum í dag,“ skrifaði Vinícius á Instagram í gærkvöldi. „Þetta var ekki í fyrsta sinn, ekki annað og ekki þriðja. Rasismi hefur verið samþykktur í La Liga. Deildinni finnst þetta eðlilegt, spænska knattspyrnusambandinu líka og móherjar nýta sér það. Þetta fallega land sem bauð mig velkominn og ég elska er núna álitið rasískt. Ég finn til með Spánverjum sem eru ekki sammála en í dag er Spánn álitið rasískt land í Brasilíu. Því miður gerist þetta í hverri viku. En ég er sterkur og mun berjast allt til loka gegn rasistunum.“ View this post on Instagram A post shared by Vinicius Jr. (@vinijr) Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Real Madrid, finnst stjórnendur spænsku úrvalsdeildarinnar ekki gera nóg til að taka á kynþáttaníði á leikjum í deildinni. Dómari leiksins í gær stöðvaði hann ekki þegar Vinícius sagði honum frá kynþáttaníðinu sem hann varð fyrir. ,,Þú verður að stöðva leikinn við svona aðstæður," sagði Ancelotti. „Það er ekki hægt að halda áfram við svona aðstæður. Ég sagði við dómarann að ég væri að íhuga að skipta leikmanninum af velli. Það er hugsun sem hefur aldrei áður skotið upp kolli hjá mér.“ Real Madrid er í 2. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Barcelona er búið að tryggja sér meistaratitilinn.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira