Heita því að hlífa engum eftir að öldruð kona með heilabilun var beitt rafbyssu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 13:37 Clare Nowland er nokkuð þekkt í heimabæ sínum. Áður en hún þjáðist elliglöpum hélt hún upp á áttatíu ára afmæli sitt með því að fara í fallhlífarstökk og var fjallað um það í fjölmiðlum í Ástralíu. AP/ABC Forsvarsmenn lögreglunnar í Nýja Suður-Wales í Ástralíu, heita því að velta öllum steinum og hlífa engum í rannsókn á atviki þar sem lögregluþjónn skaut 95 ára konu með heilabilun með rafbyssu. Rannsóknarmenn í morðadeild lögreglunnar eru með málið til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í bænum Cooma þar sem lögregluþjónar voru kallaðir til hjúkrunarheimilis á dögunum. Þar var Clare Nowland með hníf í hendi og var hún sögð óróleg. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang en þá hélt Nowland á steikarhníf. Lögreglustjórinn Peter Cotter segir að Nowland hafi neitað að leggja hnífinn frá sér og hún hafi verið að nálgast lögregluþjónana, hægt, á göngugrind þegar þeir skutu hana með rafbyssu. Nowland féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. Annar lögregluþjónninn hefur starfað hjá lögreglunni í tólf ár. Hvorugur þeirra hefur verið settur í leyfi. Sjá einnig: Mikil reiði eftir að 95 kona í göngugrind var skotin með rafbyssu Ástralska ríkisútvarpið hefur eftir Cotter að óháð rannsókn muni fara fram og farið verði í saumana á málinu. Enginn, og þar með taldir lögregluþjónar, væri hafinn yfir lögin. Inngangurinn að Yallambee Lodge hjúkrunarheimilinu í Cooma.AP/Lukas Coch Réttara að sýna samúð Nicole Lee, forseti samtaka fatlaðra í Ástralíu, segir atvikið vera sláandi. Réttast hefði verið að tala við hana, koma fram við hana af samúð og gefa henni tíma. „Hún er annað hvort merkilega lipur, hröð og ógnandi 95 ára gömul kona, eða þessir lögregluþjónar sýndu mjög mikinn dómgreindarskort,“ hefur ABC eftir Lee. Gagnrýni hefur einnig beinst að starfsmönnum hjúkrunarheimilisins og það að lögreglan hafi yfir höfuð verið kölluð til. Frá yfirvöldum í Nýja Suður-Wales heyrist að atvikið sé ekki í takt við rétt vinnubrögð. Enginn vilji að móðir þeirra eða amma sé skotin með rafbyssu. Ástralía Rafbyssur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira
Atvikið átti sér stað í bænum Cooma þar sem lögregluþjónar voru kallaðir til hjúkrunarheimilis á dögunum. Þar var Clare Nowland með hníf í hendi og var hún sögð óróleg. Tveir lögregluþjónar mættu á vettvang en þá hélt Nowland á steikarhníf. Lögreglustjórinn Peter Cotter segir að Nowland hafi neitað að leggja hnífinn frá sér og hún hafi verið að nálgast lögregluþjónana, hægt, á göngugrind þegar þeir skutu hana með rafbyssu. Nowland féll í gólfið og höfuðkúpubrotnaði og blæðingu inn á heila. Henni er haldið sofandi á sjúkrahúsi en ólíklegt er talið að hún lifi af. Annar lögregluþjónninn hefur starfað hjá lögreglunni í tólf ár. Hvorugur þeirra hefur verið settur í leyfi. Sjá einnig: Mikil reiði eftir að 95 kona í göngugrind var skotin með rafbyssu Ástralska ríkisútvarpið hefur eftir Cotter að óháð rannsókn muni fara fram og farið verði í saumana á málinu. Enginn, og þar með taldir lögregluþjónar, væri hafinn yfir lögin. Inngangurinn að Yallambee Lodge hjúkrunarheimilinu í Cooma.AP/Lukas Coch Réttara að sýna samúð Nicole Lee, forseti samtaka fatlaðra í Ástralíu, segir atvikið vera sláandi. Réttast hefði verið að tala við hana, koma fram við hana af samúð og gefa henni tíma. „Hún er annað hvort merkilega lipur, hröð og ógnandi 95 ára gömul kona, eða þessir lögregluþjónar sýndu mjög mikinn dómgreindarskort,“ hefur ABC eftir Lee. Gagnrýni hefur einnig beinst að starfsmönnum hjúkrunarheimilisins og það að lögreglan hafi yfir höfuð verið kölluð til. Frá yfirvöldum í Nýja Suður-Wales heyrist að atvikið sé ekki í takt við rétt vinnubrögð. Enginn vilji að móðir þeirra eða amma sé skotin með rafbyssu.
Ástralía Rafbyssur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Sjá meira