Dæmdir hryðjuverkamenn í framboði í kosningum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. maí 2023 15:00 Arnaldo Otegi, leiðtogi EH Bildu, á blaðamannafundi eftir að sjö dæmdir hryðjuverkamenn ETA drógu framboð sín tilbaka. Nöfn þeirra verða engu að síður á kjörseðlum nk. sunnudag, 28. maí. Europa Press 44 dæmdir hryðjuverkamenn eru á framboðslistum í sveitarstjórnarkosningunum á Spáni sem fram fara eftir slétta viku. Sjö þeirra, sem öll hafa afplánað dóma fyrir morð, hafa lýst því yfir að þau taki ekki sæti nái þau kjöri. Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings. Spánn Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Kosningabaráttan fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á Spáni sem fram fara þann 28. maí hófst formlega um síðustu helgi. Þá voru allir framboðslistar opinberaðir. Aðskilnaðarsinnar Baska bjóða fram dæmda hryðjuverkamenn Mönnum brá illilega í brún þegar listar aðskilnaðarsinna í Baskalandi á Norður-Spáni voru kynntir. Flokkurinn sem heitir Euskal Herria Bildu er af mörgum sakaður um að vera arftaki hryðjuverkasamtakanna ETA sem um áratugaskeið framdi skæð hryðjuverk á Spáni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskalands. Alls myrtu liðsmenn samtakanna 854 einstaklinga, mest lögreglu- og hermenn en líka almenna borgara. Hryðjuverkasamtökin tilheyra fortíðinni Samtökin létu af illvirkjum sínum fyrir 12 árum og voru svo formlega leyst upp fyrir fimm árum. Síðan þá hafa flestir hinna dæmdu beðist afsökunar á gjörðum sínum og reynt hefur verið að græða sárin sem gjörðir samtakanna skildu eftir sig í Baskalandi. Það kom hins vegar illa við kaunin á samtökum aðstandenda hinna myrtu að sjá 44 dæmda hryðjuverkamenn á framboðslistum flokksins um síðustu helgi. Þau ráku upp ramakvein og sama má segja um alla stjórnmálaflokka landsins frá vinstri til hægri. Í kjölfarið lýstu þau 7 sem afplánað hafa dóma fyrir morð því yfir að þau taki ekki sæti í sveitastjórnum nái þau kjöri. Hin 37 voru dæmd fyrir minniháttar þátttöku í hryðjuverkasamtökunum en þess hefur engu að síður verið krafist að þau víki einnig sæti. Eldfimt efni í kosningabaráttunni Málið hefur orðið að miklu bitbeini á milli leiðtoga stjórnar og stjórnarandstöðu, en Bildu er stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar. Feijóo, leiðtogi hægri manna í stjórnarandstöðu sakaði Sanchez forsætisráðherra um að koma fram af meiri virðingu við böðlana en fórnarlömb þeirra, en Sanchéz sakaði Feijóo á móti um lýðskrum í þágu kosningabaráttunnar. Þegar ETA væri ekki lengur til reyndu hægri flokkarnir að blása upp vægi þeirra til þess að fiska atkvæði almennings.
Spánn Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira