Segir liðsfélaga sinn vera einn besta leikmanns heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 15:01 Þessir ná frekar vel saman. Megan Briggs/Getty Images Kyle Lowry sparaði ekki hrósið á Jimmy Butler, liðsfélaga sinn hjá Miami Heat, eftir sigur á Boston Celtics í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Miami haltraði inn í úrslitakeppnina eftir að hafa farið í gegnum umspilið. Liðið er nú komið alla lið í úrslit Austursins þar sem allir og amma þeirra spá Boston Celtics sigri. Butler, þekktur sem Úrslitakeppnis-Jimmy [e. Playoff Jimmy] á þessum tíma árs er ekki sama sinnis og var stórkostlegur þegar Miami vann fyrsta leik einvígisins í nótt. Hinn 37 ára gamli Lowry hefur verið liðsfélagi Jimmy síðan 2021 og hrósaði hann sínum manni í hástert eftir leik næturinnar. „Þetta hefur verið frábært. Það er gaman að vera hluti af þessu ótrúlega skriði sem hann hefur verið á undanfarið. Ég veit ekki hversu lengi það hefur verið núna en þetta er það sem hann gerir, það er ástæða fyrir því að hann er einn besti leikmaður í heimi.“ "He's one of the best players in the world for a reason."Kyle Lowry on Jimmy Butler's Playoff run #NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/6IKoJjG6EU— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Það er ánægjulegt að fylgjast með honum. Hann leggur rosalega hart að sér og vill þetta svo mikið. Það er mikilvægt að njóta árangursins og gefur hann okkur sjálfstraustið sem þarf til að ná árangri. Það er það sem gerir hann einstakan, þetta snýst ekki bara um hann heldur um liðið.“ Jimmy sjálfur var svo spurður út í gott gengi Miami og hvort hann sjálfur hafi séð það fyrir að liðið gæti farið svona langt þegar það mætti Chicago Bulls í umspilinu. "We go out there and we hoop, we play basketball the right way knowing that we always got a chance."Jimmy Butler and the East #8 seed Heat lead 1-0 in the ECF.#NBAConferenceFinals presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/X8mUZdiiFi— NBA (@NBA) May 18, 2023 „Já, algjörlega. Ég gerði það, við gerðum það. Besta við þetta er að okkur er alveg sama hvað þið haldið. Okkur er sama hvort þið haldið að við vinnum eða ekki, okkur hefur alltaf verið sama.“ „Við vitum hvað við sem hópur getum, Erik Spoelstra (þjálfari Miami) hefur svo mikla trú á okkur og það gefur okkur sjálfstraust. Við erum alltaf að gefa hvor öðrum sjálfstraust, við förum út og spilum okkar bolta. Við spilum körfubolta eins og það á að spila hann og við vitum að við eigum alltaf möguleika.“ Jimmy Butler Kyle Lowry#PhantomCamHeat take Game 1... Game 2 is Friday, 8:30 PM ET on TNT! pic.twitter.com/hir2JcCL84— NBA (@NBA) May 18, 2023 Butler endaði með 35 stig, 7 stoðsendingar, 6 stolna bolta og 5 fráköst. Lowry endaði með 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar og einn stolinn bolta. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti