„Veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag“ Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 15. maí 2023 13:31 Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik kvöldsins er mikil. Stuðningsmenn Tindastóls hafa farið á kostum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Stemningin á Sauðárkróki fyrir stórleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld er við suðupunkt og vonast heimamenn eftir sögulegum úrslitum. Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar. Dæmi er um að atvinnurekendur á Sauðárkróki og nærsveitum séu búnir að skipuleggja daginn þannig að starfsmönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undirbúið sig fyrir veislu kvöldsins. Sigríður Inga Viggósdóttir, skemmtanastjóri Tindastóls, segir að vissulega sé um að ræða langan vinnudag fyrir marga á Sauðárkróki og óvíst hvort vinnuframlagið sé eins og á hefðbundnum mánudegi. „Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það allavegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sigríður í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. Hún segir stemninguna á Sauðárkróki vera gríðarlega góða fyrir stórleik kvöldsins. „Það er þvílíkur samhugur hjá fólki og allir rosalega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nærsveitum Sauðárkróks hversu mikill stuðningurinn við Tindastól er.“ Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið Þó svo að stemningin sé áþreifanleg í bæjarfélaginu séu heimamenn þó líka að reyna dempa sig niður. „Andstæðingurinn er gríðarlega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ekkert auðveldur leikur fram undan.“ Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en framboðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. „Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugglega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“ Sigríður er hins vegar bjartsýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðningsfólki Tindastóls miða. „Ég vona að það sé ekki mikið ósætti eftir miðasöluna en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir.“ Snjókoman viti á gott Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna. „Það er fallegur dagur hér í Skagafirði, eins og alltaf. Það er örlítil snjókoma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fallegur. Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tindastóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“ Á dagskrá séu skemmtileg tónlistaratriði. „Svo verða grillaðir hamborgarar og almenn gleði við völd. íþróttahúsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“ Ekki hugsað út í sigurpartý Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um framhaldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“ Nú þurfi að halda spennustiginu niðri. „Það er gríðarlega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30. Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54 Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Skagfirðingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í kvöld í fyrsta skipti í sögunni með sigri á ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar. Dæmi er um að atvinnurekendur á Sauðárkróki og nærsveitum séu búnir að skipuleggja daginn þannig að starfsmönnum verði leyft að fara fyrr heim úr vinnu til þess að geta undirbúið sig fyrir veislu kvöldsins. Sigríður Inga Viggósdóttir, skemmtanastjóri Tindastóls, segir að vissulega sé um að ræða langan vinnudag fyrir marga á Sauðárkróki og óvíst hvort vinnuframlagið sé eins og á hefðbundnum mánudegi. „Það má segja það. Ég veit ekki hversu mikið fólk vinnur í dag, það allavegana þykist vinna og bíður spennt eftir kvöldinu,“ segir Sigríður í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. Hún segir stemninguna á Sauðárkróki vera gríðarlega góða fyrir stórleik kvöldsins. „Það er þvílíkur samhugur hjá fólki og allir rosalega spenntir. Þá er einnig gaman að finna það í nærsveitum Sauðárkróks hversu mikill stuðningurinn við Tindastól er.“ Hefðu geta selt tíu sinnum inn í húsið Þó svo að stemningin sé áþreifanleg í bæjarfélaginu séu heimamenn þó líka að reyna dempa sig niður. „Andstæðingurinn er gríðarlega sterkt lið Vals, þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ekkert auðveldur leikur fram undan.“ Ljóst er að eftirspurnin eftir miðum á leik kvöldsins hafi verið mun meiri en framboðið, mun færri fengu miða en vildu eins og sjá má af fjölmörgum auglýsingum eftir miðum á samfélagsmiðlum, og jafnvel ársmiðahafar fóru erindisleysu. „Þetta er bara eins og í lífinu sjálfu. Maður getur ekki fengið allt sem maður vill, því miður. Við erum ekki með það stórt hús að við hefðum geta tekið á móti öllum sem vildu koma, við hefðum örugglega geta selt tíu sinnum inn í húsið ef það hefði staðið til boða en því miður geta ekki allir fengið miða á leikinn í kvöld.“ Sigríður er hins vegar bjartsýn á að tekist hafi að tryggja öllu dyggasta stuðningsfólki Tindastóls miða. „Ég vona að það sé ekki mikið ósætti eftir miðasöluna en auðvitað eru alltaf einhverjir ósáttir.“ Snjókoman viti á gott Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki í dag fyrir leik til að byggja upp stemninguna. „Það er fallegur dagur hér í Skagafirði, eins og alltaf. Það er örlítil snjókoma í dag eins og er en það boðar bara gott. Kaldur og góður dagur en fallegur. Partíið okkar byrjar klukkan fjögur í dag. Við höfum haldið partí fyrir alla leiki Tindastóls síðan 7.apríl og ætlum ekki að hætta því núna.“ Á dagskrá séu skemmtileg tónlistaratriði. „Svo verða grillaðir hamborgarar og almenn gleði við völd. íþróttahúsið opnar síðan klukkan hálf sex og við hvetjum öll til þess að klæða sig vel, mæta snemma á svæðið, hafa gaman, sýna sig og sjá aðra.“ Ekki hugsað út í sigurpartý Ekki sé búið að skipuleggja partí fari svo að Tindastóll sigri leik kvöldsins og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum á því að vinna þennan leik og hugsum svo um framhaldið. Við erum ekki alveg komin þangað.“ Nú þurfi að halda spennustiginu niðri. „Það er gríðarlega erfiður leikur fram undan og ekkert gefið í þessu. Við höfum ekki hugsað þetta svona langt. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 19.15 í kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 18.30.
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54 Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Holtavörðuheiði lokað | Dómararnir fastir á heiðinni Það er ekki hlaupið að því að komast á stórleik Tindastóls og Vals í kvöld. Það er skítaveður, hálka og nú er búið að loka Holtavörðuheiðinni. 15. maí 2023 12:54
Myndir: Stemningin á Hlíðarenda þegar Tindastóll komst skrefi nær titlinum Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Tindastóli í þriðju viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla í gærkvöldi þar sem Stólarnir unnu sterkan ellefu stiga sigur, 79-90. 13. maí 2023 12:04
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins