Sykraðir drykkir innihalda hundrað sinnum meira plast en flöskuvatn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2023 23:43 Þessir góðu menn flytja bæði sykraða drykki og vatn á flöskum á Spáni. Xavi Lopez/Getty Sykraðir gosdrykkir innihalda allt að 100 sinnum meira plast en drykkjarvatn í flöskum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á Spáni. Það var Umhverfis- og vatnsrannsóknarstofnun Spánar sem stóð fyrir rannsókninni og niðurstöður hennar eru birtar í vísindaritinu Environment International. Alls voru 75 tegundir drykkja skannaðar fyrir 19 efnasamböndum sem bætt er við plast til að auka mýkt og sveigjanleika þess, en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efnasambönd geta haft mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið meðal annars taugaskemmdum, krabbameini, ófrjósemi og röskun á kirtlastarfsemi. Meira en 95 prósent drykkjanna innihéldu að minnsta kosti eitt þessara efnasambanda. Mest var af þeim í sykruðum gosdrykkjum, eða að meðaltali 2876 nanógrömm á hvern lítra. Minnst af þessum ögnum er hins vegar að finna í vatni í flöskum, eða 20,7 nanógrömm á lítra. Athygli vekur að kranavatn í Barcelona innihélt 10 sinnum meira magn efnasambanda en flöskuvatnið og telja rannsakendur að það megi rekja til vatnslagnanna í vatnsveitukerfi borgarinnar. Það kom ekki síður á óvart að þessi efnasambönd var að finna í öllum tegundum drykkjaríláta; plastflöskum, dósum og glerflöskum. Í ljós koma að litli plastflipinn inni í tappa glerflasknanna inniheldur átta af þessum efnasamböndum. Niðurstöðurnar benda óyggjandi til þess að þessi plastefnasambönd komi að mestu leyti úr sykrinum sem settur er út í drykkina. Þrátt fyrir hátt innihald í sykruðu drykkjunum er það engu að síður undir svokölluðum öryggismörkum, og Ethel Eljarrat, einn af höfundum rannsóknarinnar bendir á, í samtali við spænska ríkisútvarpið, að margt smátt geri eitt stórt og að því megi ekki gleyma að mannskepnan neyti þessara varhugaverðu efnasambandi einnig þegar hún borðar mat og andar að sér súrefni. Spánn Gosdrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Það var Umhverfis- og vatnsrannsóknarstofnun Spánar sem stóð fyrir rannsókninni og niðurstöður hennar eru birtar í vísindaritinu Environment International. Alls voru 75 tegundir drykkja skannaðar fyrir 19 efnasamböndum sem bætt er við plast til að auka mýkt og sveigjanleika þess, en nýlegar rannsóknir sýna að þessi efnasambönd geta haft mjög skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið meðal annars taugaskemmdum, krabbameini, ófrjósemi og röskun á kirtlastarfsemi. Meira en 95 prósent drykkjanna innihéldu að minnsta kosti eitt þessara efnasambanda. Mest var af þeim í sykruðum gosdrykkjum, eða að meðaltali 2876 nanógrömm á hvern lítra. Minnst af þessum ögnum er hins vegar að finna í vatni í flöskum, eða 20,7 nanógrömm á lítra. Athygli vekur að kranavatn í Barcelona innihélt 10 sinnum meira magn efnasambanda en flöskuvatnið og telja rannsakendur að það megi rekja til vatnslagnanna í vatnsveitukerfi borgarinnar. Það kom ekki síður á óvart að þessi efnasambönd var að finna í öllum tegundum drykkjaríláta; plastflöskum, dósum og glerflöskum. Í ljós koma að litli plastflipinn inni í tappa glerflasknanna inniheldur átta af þessum efnasamböndum. Niðurstöðurnar benda óyggjandi til þess að þessi plastefnasambönd komi að mestu leyti úr sykrinum sem settur er út í drykkina. Þrátt fyrir hátt innihald í sykruðu drykkjunum er það engu að síður undir svokölluðum öryggismörkum, og Ethel Eljarrat, einn af höfundum rannsóknarinnar bendir á, í samtali við spænska ríkisútvarpið, að margt smátt geri eitt stórt og að því megi ekki gleyma að mannskepnan neyti þessara varhugaverðu efnasambandi einnig þegar hún borðar mat og andar að sér súrefni.
Spánn Gosdrykkir Matvælaframleiðsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira