Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2023 16:09 Sigurður Sólmundarson (t.h.) hefur verið stuðningsfaðir Bjarka Guðnasonar (t.v.) í rúm fjögur ár. Þeir eru loksins mættir á Eurovision. Vísir/helena Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Vísir greindi frá því að Bjarki Guðnason, ungur Eurovision-aðdáandi, fengi ekki tuttugu ára draum sinn rættan. Bjarki, sem er með einhverfu og þroskahömlun, og Sigurður Sólmundarson, stuðningsfaðir hans, töldu sig hafa fengið miða á Eurovision í fyrra, sem haldið var í Tórínó á Ítalíu. Þeir voru mættir til borgarinnar þegar í ljós kom að miðasölufyrirtækið hafði svikið þá. Eurovísir hitti þá Bjarka og Sigurð í Liverpool. Innslagið hefst á mínútu 7:12 í fimmta þætti Eurovísis sem finna má hér fyrir neðan. „Við fórum í fyrra til Tórínó og mamma hans [Bjarka] var búin að kaupa miða af einhverri síðu sem var frekar vafasöm. Við komum út og áttum að fá miðana senda á hótelið en þeir komu aldrei. Þannig að við horfðum á keppnina í 28 tommu sjónvarpi í ítölsku Ölpunum. En það var mjög gaman, það var allt í lagi,“ segir Sigurður hress. Hvernig var að fá fréttirnar í fyrra að þetta væri bara svindl? „Þetta voru svakaleg viðbrögð,“ segir Bjarki. „Já, það var ekki gaman,“ bætir Sigurður við. Og eftir talsverða fjölmiðlaumfjöllun um svikin hafði Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar samband við Bjarka og Sigurð og lofaði þeim miðum á Eurovision í ár. Og að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að skella sér til Liverpool. Barmafullir tilhlökkunar Þannnig það er kannski extra gaman eftir þetta allt saman að vera mættir hér loksins og ná að gera þetta? „Algjörlga geggjað og svo fengum við bónus að komast á fyrri keppnina líka. Það var geggjuð upplifun,“ segir Sigurður. Bjarki tekur undir: „Já það var geggjað,“ segir hann og bætir við að ísraelska lagið hafi komið honum skemmtilega á óvart. Annars halda þeir félagar með Finnlandi og Svíþjóð á lokakvöldinu á morgun – og halda auðvitað heiðri Íslands áfram á lofti þrátt fyrir dapra niðurstöðu á undankvöldinu í gær. En það er þá bara gleði fram undan? Þið eruð spenntir fyrir laugardeginum? „Mjög,“ segir Sigurður. „Já, við erum það,“ segir Bjarki. Og Sigurður grípur boltann: „Við erum eiginlega pínu, stundum að míga á okkur af spenningi!“ Viðtal Eurovísis við Sigurð og Bjarka var einnig sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar fór fréttamaður einnig yfir stemninguna í blaðamannahöllinni í beinni útsendingu og sagði frá óvenjulegum veitingum sem þar er boðið upp á. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér. Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Vísir greindi frá því að Bjarki Guðnason, ungur Eurovision-aðdáandi, fengi ekki tuttugu ára draum sinn rættan. Bjarki, sem er með einhverfu og þroskahömlun, og Sigurður Sólmundarson, stuðningsfaðir hans, töldu sig hafa fengið miða á Eurovision í fyrra, sem haldið var í Tórínó á Ítalíu. Þeir voru mættir til borgarinnar þegar í ljós kom að miðasölufyrirtækið hafði svikið þá. Eurovísir hitti þá Bjarka og Sigurð í Liverpool. Innslagið hefst á mínútu 7:12 í fimmta þætti Eurovísis sem finna má hér fyrir neðan. „Við fórum í fyrra til Tórínó og mamma hans [Bjarka] var búin að kaupa miða af einhverri síðu sem var frekar vafasöm. Við komum út og áttum að fá miðana senda á hótelið en þeir komu aldrei. Þannig að við horfðum á keppnina í 28 tommu sjónvarpi í ítölsku Ölpunum. En það var mjög gaman, það var allt í lagi,“ segir Sigurður hress. Hvernig var að fá fréttirnar í fyrra að þetta væri bara svindl? „Þetta voru svakaleg viðbrögð,“ segir Bjarki. „Já, það var ekki gaman,“ bætir Sigurður við. Og eftir talsverða fjölmiðlaumfjöllun um svikin hafði Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar samband við Bjarka og Sigurð og lofaði þeim miðum á Eurovision í ár. Og að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að skella sér til Liverpool. Barmafullir tilhlökkunar Þannnig það er kannski extra gaman eftir þetta allt saman að vera mættir hér loksins og ná að gera þetta? „Algjörlga geggjað og svo fengum við bónus að komast á fyrri keppnina líka. Það var geggjuð upplifun,“ segir Sigurður. Bjarki tekur undir: „Já það var geggjað,“ segir hann og bætir við að ísraelska lagið hafi komið honum skemmtilega á óvart. Annars halda þeir félagar með Finnlandi og Svíþjóð á lokakvöldinu á morgun – og halda auðvitað heiðri Íslands áfram á lofti þrátt fyrir dapra niðurstöðu á undankvöldinu í gær. En það er þá bara gleði fram undan? Þið eruð spenntir fyrir laugardeginum? „Mjög,“ segir Sigurður. „Já, við erum það,“ segir Bjarki. Og Sigurður grípur boltann: „Við erum eiginlega pínu, stundum að míga á okkur af spenningi!“ Viðtal Eurovísis við Sigurð og Bjarka var einnig sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar fór fréttamaður einnig yfir stemninguna í blaðamannahöllinni í beinni útsendingu og sagði frá óvenjulegum veitingum sem þar er boðið upp á. Eurovísir er þáttur um Eurovision - á Vísi! Við kryfjum keppnina, komandi og liðnar, og eltum okkar fólk út til Liverpool. Fyrri þætti má nálgast hér.
Eurovision Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30 Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30 Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00 Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02 Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Skilar ánægðara starfsfólki Menning Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Hundar í sokkabuxum Harmageddon Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Omam gerir góðverk Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Stefna á að koma til Íslands í janúar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11. maí 2023 23:30
Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. 11. maí 2023 22:30
Var vöruð við Íslendingum eftir að hún vann Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í Eurovision er gríðarvel stemmd fyrir undankvöld keppninnar sem fram fer í Liverpool í kvöld. Hún segist ekkert hugsa út í veðbanka og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig henni sé spáð. Þá hafi hún eingöngu fundið fyrir stuðningi frá Íslendingum þrátt fyrir viðvaranir um annað. 11. maí 2023 12:00
Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11. maí 2023 18:02
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“