Víkingar tryggðu sig upp í Olís deildina með mögnuðum sigri Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 15:39 Víkingar höfðu betur gegn Fjölni í umspili um laust sæti í Olís deild karla FACEBOOKSÍÐA FJÖLNIS/ÞORGILS G Víkingur Reykjavík mun spila í Olís deild karla á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir spennuþrunginn eins marks sigur liðsins, 23-22, í oddaleik gegn Fjölni í umspili liðanna um laust sæti í deildinni. Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk Olís-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Víkingar komust 2-0 yfir í einvíginu en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og náðu að vinna næstu tvo leiki og knýja fram oddaleik eftir ótrúlegan fjórða leik liðanna sem fór alla leið í bráðabana í vítakeppni. Leikur dagsins fór fram í íþróttahúsinu í Safamýri og ljóst að sigurvegari hans myndi tryggja sér sæti í Olís deildinni. Mikil stemning var í Safamýrinni í dag og fjölmenntu stuðningsmenn beggja liða á leikinn sem var mikil skemmtun. Víkingar byrjuðu leikinn betur og náðu á fyrstu tíu mínútum hans að byggja upp fimm marka forystu, 7-2. Fjölnismenn náðu að brúa bilið að einhverju marki eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, mest niður í tvö mörk og var forskot Víkinga einmitt það að fyrri hálfleik loknum, 12-10. Seinni hálfleikur bauð upp á svipaðar vendingar þar sem að Víkingar voru ekki á þeim buxunum að láta forystu sína ða hendi. Þeir náðu smátt og smátt að byggja upp forystu sína en það sama gerðist og í fyrri hálfleik þar sem að Fjölnismenn náðu að minnka hana niður í tvö mörk, 22-20, fyrir síðustu tíu mínútur leiksins. Þegar rétt rúmar sjö mínútur eftir lifðu leiks fengu Fjölnismenn vítakast, skoruðu úr því og náðu um leið að minnka muninn niður í eitt mark. Næstu mínúturnar gekk liðunum illa að koma boltanum í netið en þegar rétt tæpar fimm mínútur eftir lifðu leiks jafnaði Viktor Berg Grétarsson metin fyrir Fjölni í fyrsta skipti í leiknum síðan í stöðunni 1-1. Taugarnar tóku yfir hjá báðum liðum sem fóru illa með færi sín í kjölfarið og stóðu leikar jafnir þegar síðasta mínúta leiksins rann upp. Víkingar hlóðu í sókn þegar lítið var eftir, komu boltanum á Kristján Orra Jóhannsson sem komst einn í gegn en hann skaut boltanum í slánna. Fjölnismenn fengu boltann, tóku leikhlé og stilltu upp í eina lokasókn. Fimmtán sekúndur eftir. Fjölnismenn voru einum manni færri vegna tveggja mínútna brottvísunar, tóku markmanninn af velli og bættu við manni í sóknina. Þeir misstu hins vegar frá sér boltann sem endaði hjá Halldóri Inga Jónassyni, leikmanni Víkinga. Sá skaut boltanum yfir allan völlinn og í netið og tryggði um leið sæti Víkinga í Olís deildinni á næsta ári. Markahæstu leikmenn Víkings Reykjavíkur: Gunnar Valdimar Johnsen - 7 mörk Jóhann Reynir Gunnlaugsson - 4 mörkBrynjar Jökull Guðmundsson - 4 mörk Markahæstu leikmenn Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson - 5 mörkÓðinn Freyr Heiðmarsson 3 mörkGoði Ingvar Sveinsson - 3 mörkBjörgvin Páll Rúnarsson - 3 mörkBenedikt Marinó Herdísarsön - 3 mörk
Olís-deild karla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira