Biðst afsökunar og skipuleggur sárabót Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. maí 2023 23:50 Frá tónleikum Bjarkar á Coachella í Kaliforníufylki fyrir skemmstu. Getty Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir biður aðdáendur sínar afsökunar á að aflýsa þremur tónleikum á Íslandi í sumar. Hún segist ætla að skipuleggja sárabótaviðburð. „Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Kæru aðdáendur. Mér þykir þetta svo miður,“ segir Björk í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Mig langaði svo mjög að halda tónleika á Íslandi.“ Á hún við þrenna tónleika sem halda átti í Laugardalshöll dagana 7., 10. og 13. júní næstkomandi. Áttu þetta að vera tónleikar í röðinni Cornucopia sem vakið hafa mikla athygli. Björk kallar Cornucopiu talrænt leikhús þar sem hún flytur lög af tveimur síðustu plötum sínum, Útópíu og Fossoru. Áheyrendur eru umkringdir tugum talrænna skjáa með kór og hljóðfæraleikurum sem spila á alls kyns hljóðfæri, sumum sérsmíðuðum. Tæknilegt vandamál „Eins og þið hafið sennilega heyrt þá höfum við reynt ítrekað að koma með Cornucopiu til landsins í júní en það hefur reynst erfitt að finna stað sem þetta getur gengið á. Að flytja sýninguna yfir Atlantshafið til lítillar eyju með 390.000 íbúum hefur reynst krefjandi,“ segir Björk. Áður hafði umboðsskrifstofa Bjarkar greint frá því að vandamál hafi komið upp við framleiðslu tónleikanna og ekki hafi verið hægt að leysa vandamálið í tæka tíð. Hefur miðasalan Tix sent póst á alla miðahafa og hafið endurgreiðsluferli. „Við erum staðráðin í að leita allra ráða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig og munum yfirfara okkar verkferla með það í huga,“ sagði umboðsskrifstofan í gær þegar tilkynnt var að hætt væri við tónleikana. „Við vonumst enn til að geta fundið leið til að láta tónleikana verða að veruleika á næsta ári. En þar sem það gæti tekið einhverjar vikur eða mánuði að leysa öll tækni- og skipulagsmál, erum við tilneydd á þessum tímapunkti til að aflýsa og endurgreiða.“ Helgin fer í að gróa og róa Björk segir að dagurinn í dag hafi farið í að takmarka skaðann. Það sé þó krefjandi. Einkum hugsi hún til þeirra erlendu aðdáenda sem hafi ætlað að koma til landsins til að sjá tónleikana. Aðdáanda sem eru búnir að kaupa sér flugmiða og gistingu. „Mig langar til að skipuleggja eitthvað sérstakt fyrir fólkið sem er að fljúga sérstaklega fyrir þetta og getur ekki breytt miðunum,“ segir Björk. „Ég ætlaði að skrifa þetta þegar allt væri komið á hreint en ég þarf sennilega að nota helgina í að gróa og róa allt niður. Ég læt ykkur vita snemma í næstu viku hvað mun gerast.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Björk Tengdar fréttir Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43 Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu. 4. maí 2023 18:43
Myndband: Björk notaði meira en 800 dróna á Coachella Tónlistarkonan Björk kom fram á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníufylki í gærkvöldi og heillaði fólk eins og hún á að sér. Vakti það mikla athygli að Björk notaði meira en 800 dróna til að lýsa upp himininn fyrir ofan sviðið. 17. apríl 2023 16:27