Liðfélagarnir stóðu heiðursvörð fyrir Haaland eftir að hann sló markametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2023 11:30 Erling Haaland fékk mjög sérstakar móttökur frá liðinu sínu í leikslok. Getty/Alex Livesey Erling Haaland hættir ekkert að skora og markið hans á móti West Ham í gær þýðir að enginn leikmaður hefur nú skorað fleiri mörk á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland hefur nú skorað 35 mörk í aðeins 31 leik og fær líka nokkra leiki í viðbót til að bæta við metið sitt. Fjörutíu marka múrinn er í augsýn enda vinnur City alla leiki og í þeim flestum er Norðmaðurinn á skotskónum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Metið var áður í eigu þeirra Andrew Cole and Alan Shearer sem skoruðu á sínum tíma 34 mörk á einu tímabili fyrir lið sín, Newcastle 1993-94 (Cole) og Blackburn 1994-95 (Shearer). Það var í 42 leikja deild. Haaland hafði áður slegið met Mohamed Salah í 38 leikja deild en Liverpool maðurinn skoraði 32 mörk tímabilið 2017-18. Liðsfélagar Haaland hjá Manchester City fögnuðu vel með honum og það vakti athygli að eftir leikinn þá stóðu þeir heiðursvörð fyrir Norðmanninn unga eins og sjá má hér fyrir neðan. Pep Guardiola lét sig heldur ekki vanta. „Mér fannst hann eiga þetta skilið og allt liðið á þetta skilið því án liðsins þá gæti hann þetta ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir leikinn. „Við erum bara ánægðir fyrir hans hönd. Hann kemur með gleði inn í hópinn. Það er gott að vinna með honum og allir eru ánægðir með að hafa hann í okkar liði. Auðvitað mun þetta met falla einhvern tímann og kannski af honum í framtíðinni. Hann mun skora mikið af mörkum,“ sagði Guardiola. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Haaland hefur nú skorað 35 mörk í aðeins 31 leik og fær líka nokkra leiki í viðbót til að bæta við metið sitt. Fjörutíu marka múrinn er í augsýn enda vinnur City alla leiki og í þeim flestum er Norðmaðurinn á skotskónum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Metið var áður í eigu þeirra Andrew Cole and Alan Shearer sem skoruðu á sínum tíma 34 mörk á einu tímabili fyrir lið sín, Newcastle 1993-94 (Cole) og Blackburn 1994-95 (Shearer). Það var í 42 leikja deild. Haaland hafði áður slegið met Mohamed Salah í 38 leikja deild en Liverpool maðurinn skoraði 32 mörk tímabilið 2017-18. Liðsfélagar Haaland hjá Manchester City fögnuðu vel með honum og það vakti athygli að eftir leikinn þá stóðu þeir heiðursvörð fyrir Norðmanninn unga eins og sjá má hér fyrir neðan. Pep Guardiola lét sig heldur ekki vanta. „Mér fannst hann eiga þetta skilið og allt liðið á þetta skilið því án liðsins þá gæti hann þetta ekki,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir leikinn. „Við erum bara ánægðir fyrir hans hönd. Hann kemur með gleði inn í hópinn. Það er gott að vinna með honum og allir eru ánægðir með að hafa hann í okkar liði. Auðvitað mun þetta met falla einhvern tímann og kannski af honum í framtíðinni. Hann mun skora mikið af mörkum,“ sagði Guardiola. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira