„Mér finnst við eiga mikið inni“ Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 23:53 Sigurður Egill lagði upp tvö og skoraði eitt í kvöld. vísir/bára Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar. „Þetta var kannski ekki alveg fullkominn leikur, en virkilega góður. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þá vorum við að sundurspila þá og fengum fullt af færum, og ég legg upp tvö og skora eitt, þannig að ég er bara virkilega sáttur,“ sagði Sigurður Egill eftir leik. Valur var meira með boltann allan leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara mjög þægilegur og við vorum virkilega góðir, spiluðum vel og áttum fullt af færum, en hefðum getað haldið betur í boltann í þeim seinni, en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Sigurður Egill. Valur jafnaði Víking að stigum með sigrinum í kvöld, en Víkingar eiga þó leik til góða. „Mér finnst þetta bara flott byrjun á tímabilinu. Þetta eru tólf stig af fimmtán mögulegum en mér finnst við eiga mikið inni. Við verðum bara betri og betri með hverjum leik, og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Sigurður Egill. Valur hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk í kvöld en hefði að sama skapi getað fengið fleiri á sig. Á undirbúningstímabilinu fékk Valur varla á sig mark og varnarleikur þeirra var virkilega sterkur. Meiðsli Hólmars Arnars Eyjólfssonar og Elfars Freys Helgasonar hafa sett strik í reikninginn. „Við erum að skapa fullt af færum og halda vel í boltann. Við þurfum að passa betur upp á markið okkar eins og við gerðum í vetur,“ sagði Sigurður. Besta deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
„Þetta var kannski ekki alveg fullkominn leikur, en virkilega góður. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þá vorum við að sundurspila þá og fengum fullt af færum, og ég legg upp tvö og skora eitt, þannig að ég er bara virkilega sáttur,“ sagði Sigurður Egill eftir leik. Valur var meira með boltann allan leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara mjög þægilegur og við vorum virkilega góðir, spiluðum vel og áttum fullt af færum, en hefðum getað haldið betur í boltann í þeim seinni, en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Sigurður Egill. Valur jafnaði Víking að stigum með sigrinum í kvöld, en Víkingar eiga þó leik til góða. „Mér finnst þetta bara flott byrjun á tímabilinu. Þetta eru tólf stig af fimmtán mögulegum en mér finnst við eiga mikið inni. Við verðum bara betri og betri með hverjum leik, og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Sigurður Egill. Valur hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk í kvöld en hefði að sama skapi getað fengið fleiri á sig. Á undirbúningstímabilinu fékk Valur varla á sig mark og varnarleikur þeirra var virkilega sterkur. Meiðsli Hólmars Arnars Eyjólfssonar og Elfars Freys Helgasonar hafa sett strik í reikninginn. „Við erum að skapa fullt af færum og halda vel í boltann. Við þurfum að passa betur upp á markið okkar eins og við gerðum í vetur,“ sagði Sigurður.
Besta deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10