Tvö sækjast eftir að leiða ASÍ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 12:02 Þingið leggst vel í Ólöfu Helgu sem er annar frambjóðandinn til embættis forseta ASÍ. Tvö eru í framboði til forseta Alþýðussambands Íslands á 45. þingi sambandsins sem heldur áfram í dag og stendur fram á morgun. Þingið leggst vel í frambjóðendurna sem segja mikilvægast að ganga sameinuð til kjaraviðræðna í haust. Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Þingið er framhaldsþing eftir að fyrra þingi í október i var frestað. þá drógu Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson framboð sín til miðstjórnar til baka. Þinginu var frestað í kjölfarið. Í dag fer fram málefnavinna í nefndum og á morgun fara fram atkvæðagreiðslur. Tvö eru í framboði til forseta. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrum ritari Eflingar og Finnbjörn Hermannsson fyrrum formaður Samiðnar og byggiðnar. Þingið leggst vel í Ólöfu. „Í kringum mig er fólk spennt að fá að klára málefnavinnuna og fá að kjósa sér forystu ASÍ. Það er langt síðan við höfum fengið að klára málefnavinnu og marka stefnu ASÍ, það er mikilvægt.“ Kjarasamningar haustsins séu stærsta verkefni tilvonandi forystu. „Það er mjög mikil vinna sem þarf að fara í fyrir næstu samninga, það er verkefni sem ég er spennt fyrir. Það er ekki bara forseti ASÍ sem kemur að þeirri vinnu heldur formenn allra aðildarfélagana og miðstjórn. Það er stór hópur sem kemur að þessu.“ Finnbjörn segist líka spenntur fyrir þinginu. „Þetta leggst vel í mig. Það eru búnar að vera væringar innan sambandsins og eru kannski enn en mér sýnist menn vera að ná saman um það að við ætlum að ná einhverjum takti um ákveðin málefni. Ef það tekst getum við alveg unnið saman í framhaldinu.“ Almenningur geti ekki einn borið ábyrgð á verðbólgunni. „Við gerðum samninga í ljósi þess að við vorum að leggja okkar af mörkum til þess að lækka verðbólgu sem hefur ekki gengið eftir. Að stórum hluta er það vegna þess að enginn annar hefur tekið ábyrgð á verðbólgunni heldur en almenningur í landinu. Við verðum að snúa þessari þróun við.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál ASÍ Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira