Faldir kvenkyns snillingar Sif Steingrímsdóttir skrifar 3. maí 2023 08:01 Konur eru ekki nema um 13% skráðra uppfinningamanna á heimsvísu. Tölurnar eru sambærilegar þegar horft er til Evrópu eingöngu. Það er því augljóst að hugvit kvenna er enn verulega vannýtt auðlind. Alþjóðahugverkadeginum er fagnað víða um heim um þessar mundir, en þemað í ár er hugverkaréttindi og nýsköpunarkraftur kvenna (Women and IP: Accelerating innovation and creativity). Hugverkastofan lætur ekki sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum og boðar til málþings í hádeginu fimmtudaginn 4. maí nk. í Hörpu þar sem konur úr hugverkageiranum fjalla um nýsköpun og hugverkaréttindi. En hvers vegna er fókusinn á konur innan hugverkageirans? Vegna þess að hugvit og sköpunarkraftur kvenna er (því miður!) enn verulega vannýtt auðlind. Skoðum málið nánar. Hvar eru uppfinningarkonurnar? U.þ.b. helmingur mannkyns er konur. Hins vegar eru konur ekki nema um 13% skráðra uppfinningamanna á einkaleyfaumsóknum. Nýleg úttekt World Intellectual Property Organization (WIPO) leiddi í ljós að konur áttu aðkomu að um 23% af öllum alþjóðlegum einkaleyfisumsóknum á árunum 1999 til 2020 en karlmenn áttu aðkomu að 96% allra umsókna. Þegar litið er til skráðra uppfinningamanna, þ.e. rétthafa að einkaleyfum, þá voru konur einungis 13% þeirra. Aðrar úttektir sýna að þessar niðurstöður endurspegla einnig stöðuna í Evrópu, sem og hér á landi. Það skýtur skökku við að helmingur mannkyns, konur, sé í verulegum minnihluta skráðra uppfinningamanna. Hvers vegna er mikilvægt fyrir uppfinningamann að vera skráður rétthafi einkaleyfis? Í því felst einkaréttur á hagnýtingu uppfinningarinnar í ákveðinn tíma. Það liggur því í augum uppi að miklir hagsmunir eru fólgnir í því að fá skráð einkaleyfi. Hér ber einnig að nefna samfélagslega hagsmuni, enda felast framfarir í hverju veittu einkaleyfi þar sem uppfinningin verður að vera ný á heimsvísu á umsóknardegi og fela í sér tæknilega útfærslu sem er nægilega frábrugðin því sem þegar er þekkt. Þegar leitað er orsaka fyrir þessum mikla kynjahalla má finna ýmsar skýringar. Til að mynda hefur hlutfall útskrifaðra kvenna innan STEM greina (vísinda- og tæknigreina, verkfræði og stærðfræði) verið talsvert undir hlutfalli útskrifaðra karla, en það eru störf innan þessara greina sem gjarnan leiða af sér einkaleyfishæfar uppfinningar. Bilið þar er hins vegar að minnka hratt og konur sækjast í mjög auknum mæli eftir slíkri menntun. Aðrar ástæður hafa verið nefndar, til að mynda að kvenkyns vísindamenn séu ólíklegri en karlkyns samstarfsfélagar til þess að huga að hagnýtingu uppfinninga í atvinnuskyni. Einnig er ljóst að lengi vel var tækni- og vísindaheiminum nánast alfarið stjórnað af körlum og konur áttu erfitt uppdráttar á sviðinu. Breyting hefur orðið til batnaðar hvað það varðar, þó enn sé talsvert í land. Ósögð saga kvenkyns snillinga Í tilefni alþjóðahugverkadagsins er ekki úr vegi að minnast á sögulega áhugaverð dæmi um konur sem voru brautryðjendur á sínu sviði þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir framlögum þeirra á sínum tíma. Staðreyndin er sú að konur voru heilinn á bak við margar af merkustu uppfinningum mannkynssögunnar án þess að fá verðskuldaða athygli fyrir. Ef til vill kann þetta að eiga við að einhverju leyti enn í dag - a.m.k. er ljóst að tölfræðin ber með sér að konur eiga helling inni á þessu sviði. Rosalind FranklinWikipedia Commons Rosalind Franklin Franklin er þekktust fyrir þátt sinn í uppgötvun á byggingu DNA, erfðaefnis allra lífvera Rosalind Elsie Franklin fæddist í London árið 1920. Hún var doktor í eðlisefnafræði frá Cambridge og er þekktust fyrir rannsóknir sínar sem gegndu lykilhlutverki í skilningi manna á byggingu DNA kjarnsýrunnar árið 1953. Það voru þeir James Watson og Francis Crick sem síðan fengu Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvunina árið 1962. Hins vegar er óumdeilt að verk Franklin gegndu lykilhlutverki og komu Crick og Watson á sporið þar sem þau sýndu að DNA væri eins og hringstigi, sem snúið væri upp á til hægri. Franklin lést árið 1958 úr krabbameini, einungis 38 ára gömul. Þrátt fyrir að rannsóknir hennar hefðu verið lykilþátturinn í uppgötvuninni fékk hún ekki heiðurinn fyrir sinn þátt þar sem Nóbelsverðlaunin eru ekki veitt látnum einstaklingum. Ada Lovelace.Wikipedia Commons Ada Lovelace Fyrsti tölvuforritarinn var kona og það löngu áður en tölvan var fundin upp Augusta Ada King, greifynja af Lovelace, fæddist í London árið 1815. Hún var stærðfræðingur að mennt en ekki var algengt að stúlkur færu í slíkt nám á þessum tíma. Hún var hins vegar dóttir eins frægasta skálds Breta, Byrons lávarðar, og fékk því meiri tækifæri en flestar kynsystur sínar. Í dag er Lovelace af mörgum talin vera fyrsti tölvuforritarinn. Löngu áður en fyrsta tölvan var fundin upp lýsti hún hvernig væri hægt að forrita greiningarvél hins þekkta stærðfræðings Charles Babbage með algóritma fyrir vélar. Hún lést árið 1852, en meira en hundrað árum síðar voru kenningar hennar enduruppgötvaðar sem mikilvægur hluti í sögu tölvunnar. Hedy LamarrWikipedia Commons Hedy Lamarr Hedy Lamarr þróaði aðferð sem leiddi til nútímatækni eins og WiFi, Bluetooth og GPS. Hedy Lamarr fæddist í Austurríki árið 1914. Hún var austurísk-bandarísk leikkona og þótti á sínum tíma sú fegursta í Hollywood. Gáfur Lamarr komu snemma í ljós, en heimildir herma að þegar hún var einungis 5 ára hafi hún leikið sér að því að taka í sundur spiladós sína til þess eins að setja hana aftur saman. Útlit hennar þótti hins vegar mikilvægra og hóf hún feril sinn sem leikkona 16 ára gömul, en undir yfirborðinu leyndist sjálfmenntaður tæknisnillingur. Í seinni heimsstyrjöldinni þróaði hún ásamt tónskáldinu George Antheil aðferð til að stjórna tundurskeytum mun nákvæmar en áður með útvarpstækni, en Lamarr datt í hug að hægt væri að láta útvarpsmerki hoppa frá einni tíðni á aðra. Um er að ræða tæknina á bak við þráðlausa gagnaflutninga sem síðar leiddi til nútímatækni eins og WiFi, Bluetooth og GPS. Lamarr hlaut ekki viðurkenningu fyrir verk sín fyrr en örfáum árum fyrir andlát hennar árið 2000. Framtíðar kvenkyns snillingar Sagan sýnir okkur að heimurinn hefur ávallt verið fullur af kvenkyns snillingum (að sjálfssögðu!). Uppfinningar kvenna hafa gjörbylt heimsmynd okkar og gera það enn. Konurnar mega hins vegar ekki vera í felum. Markmið alþjóðahugverkadagsins í ár er að minna konur í nýsköpunar- og tæknibransanum á mikilvægi framlags þeirra til framþróunar – og virði þess að fá nafn sitt skráð á einkaleyfisumsóknir þegar svo ber undir. Einnig að hvetja ungar konur til að sækja sér nám og starfsframa í nýsköpunar- og tæknitengdum greinum og láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að næstu tímamótauppfinningum. Við viljum skapa aðstæður og umhverfi þar sem það er jafn líklegt að nafn ungrar vísindakonu komist á blað og nafn karlkyns samstarfsfélaga. Þá hefur það sýnt sig og sannað að það er viðskiptalega hagkvæmt fyrir atvinnulífið að skapa aðstæður þar sem konur eiga kost á að ná árangri. Þegar konur ná árangri, hagnast allir! Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni. Hugverkastofan fer með málefni einkaleyfa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Höfundarréttur Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Konur eru ekki nema um 13% skráðra uppfinningamanna á heimsvísu. Tölurnar eru sambærilegar þegar horft er til Evrópu eingöngu. Það er því augljóst að hugvit kvenna er enn verulega vannýtt auðlind. Alþjóðahugverkadeginum er fagnað víða um heim um þessar mundir, en þemað í ár er hugverkaréttindi og nýsköpunarkraftur kvenna (Women and IP: Accelerating innovation and creativity). Hugverkastofan lætur ekki sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum og boðar til málþings í hádeginu fimmtudaginn 4. maí nk. í Hörpu þar sem konur úr hugverkageiranum fjalla um nýsköpun og hugverkaréttindi. En hvers vegna er fókusinn á konur innan hugverkageirans? Vegna þess að hugvit og sköpunarkraftur kvenna er (því miður!) enn verulega vannýtt auðlind. Skoðum málið nánar. Hvar eru uppfinningarkonurnar? U.þ.b. helmingur mannkyns er konur. Hins vegar eru konur ekki nema um 13% skráðra uppfinningamanna á einkaleyfaumsóknum. Nýleg úttekt World Intellectual Property Organization (WIPO) leiddi í ljós að konur áttu aðkomu að um 23% af öllum alþjóðlegum einkaleyfisumsóknum á árunum 1999 til 2020 en karlmenn áttu aðkomu að 96% allra umsókna. Þegar litið er til skráðra uppfinningamanna, þ.e. rétthafa að einkaleyfum, þá voru konur einungis 13% þeirra. Aðrar úttektir sýna að þessar niðurstöður endurspegla einnig stöðuna í Evrópu, sem og hér á landi. Það skýtur skökku við að helmingur mannkyns, konur, sé í verulegum minnihluta skráðra uppfinningamanna. Hvers vegna er mikilvægt fyrir uppfinningamann að vera skráður rétthafi einkaleyfis? Í því felst einkaréttur á hagnýtingu uppfinningarinnar í ákveðinn tíma. Það liggur því í augum uppi að miklir hagsmunir eru fólgnir í því að fá skráð einkaleyfi. Hér ber einnig að nefna samfélagslega hagsmuni, enda felast framfarir í hverju veittu einkaleyfi þar sem uppfinningin verður að vera ný á heimsvísu á umsóknardegi og fela í sér tæknilega útfærslu sem er nægilega frábrugðin því sem þegar er þekkt. Þegar leitað er orsaka fyrir þessum mikla kynjahalla má finna ýmsar skýringar. Til að mynda hefur hlutfall útskrifaðra kvenna innan STEM greina (vísinda- og tæknigreina, verkfræði og stærðfræði) verið talsvert undir hlutfalli útskrifaðra karla, en það eru störf innan þessara greina sem gjarnan leiða af sér einkaleyfishæfar uppfinningar. Bilið þar er hins vegar að minnka hratt og konur sækjast í mjög auknum mæli eftir slíkri menntun. Aðrar ástæður hafa verið nefndar, til að mynda að kvenkyns vísindamenn séu ólíklegri en karlkyns samstarfsfélagar til þess að huga að hagnýtingu uppfinninga í atvinnuskyni. Einnig er ljóst að lengi vel var tækni- og vísindaheiminum nánast alfarið stjórnað af körlum og konur áttu erfitt uppdráttar á sviðinu. Breyting hefur orðið til batnaðar hvað það varðar, þó enn sé talsvert í land. Ósögð saga kvenkyns snillinga Í tilefni alþjóðahugverkadagsins er ekki úr vegi að minnast á sögulega áhugaverð dæmi um konur sem voru brautryðjendur á sínu sviði þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir framlögum þeirra á sínum tíma. Staðreyndin er sú að konur voru heilinn á bak við margar af merkustu uppfinningum mannkynssögunnar án þess að fá verðskuldaða athygli fyrir. Ef til vill kann þetta að eiga við að einhverju leyti enn í dag - a.m.k. er ljóst að tölfræðin ber með sér að konur eiga helling inni á þessu sviði. Rosalind FranklinWikipedia Commons Rosalind Franklin Franklin er þekktust fyrir þátt sinn í uppgötvun á byggingu DNA, erfðaefnis allra lífvera Rosalind Elsie Franklin fæddist í London árið 1920. Hún var doktor í eðlisefnafræði frá Cambridge og er þekktust fyrir rannsóknir sínar sem gegndu lykilhlutverki í skilningi manna á byggingu DNA kjarnsýrunnar árið 1953. Það voru þeir James Watson og Francis Crick sem síðan fengu Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvunina árið 1962. Hins vegar er óumdeilt að verk Franklin gegndu lykilhlutverki og komu Crick og Watson á sporið þar sem þau sýndu að DNA væri eins og hringstigi, sem snúið væri upp á til hægri. Franklin lést árið 1958 úr krabbameini, einungis 38 ára gömul. Þrátt fyrir að rannsóknir hennar hefðu verið lykilþátturinn í uppgötvuninni fékk hún ekki heiðurinn fyrir sinn þátt þar sem Nóbelsverðlaunin eru ekki veitt látnum einstaklingum. Ada Lovelace.Wikipedia Commons Ada Lovelace Fyrsti tölvuforritarinn var kona og það löngu áður en tölvan var fundin upp Augusta Ada King, greifynja af Lovelace, fæddist í London árið 1815. Hún var stærðfræðingur að mennt en ekki var algengt að stúlkur færu í slíkt nám á þessum tíma. Hún var hins vegar dóttir eins frægasta skálds Breta, Byrons lávarðar, og fékk því meiri tækifæri en flestar kynsystur sínar. Í dag er Lovelace af mörgum talin vera fyrsti tölvuforritarinn. Löngu áður en fyrsta tölvan var fundin upp lýsti hún hvernig væri hægt að forrita greiningarvél hins þekkta stærðfræðings Charles Babbage með algóritma fyrir vélar. Hún lést árið 1852, en meira en hundrað árum síðar voru kenningar hennar enduruppgötvaðar sem mikilvægur hluti í sögu tölvunnar. Hedy LamarrWikipedia Commons Hedy Lamarr Hedy Lamarr þróaði aðferð sem leiddi til nútímatækni eins og WiFi, Bluetooth og GPS. Hedy Lamarr fæddist í Austurríki árið 1914. Hún var austurísk-bandarísk leikkona og þótti á sínum tíma sú fegursta í Hollywood. Gáfur Lamarr komu snemma í ljós, en heimildir herma að þegar hún var einungis 5 ára hafi hún leikið sér að því að taka í sundur spiladós sína til þess eins að setja hana aftur saman. Útlit hennar þótti hins vegar mikilvægra og hóf hún feril sinn sem leikkona 16 ára gömul, en undir yfirborðinu leyndist sjálfmenntaður tæknisnillingur. Í seinni heimsstyrjöldinni þróaði hún ásamt tónskáldinu George Antheil aðferð til að stjórna tundurskeytum mun nákvæmar en áður með útvarpstækni, en Lamarr datt í hug að hægt væri að láta útvarpsmerki hoppa frá einni tíðni á aðra. Um er að ræða tæknina á bak við þráðlausa gagnaflutninga sem síðar leiddi til nútímatækni eins og WiFi, Bluetooth og GPS. Lamarr hlaut ekki viðurkenningu fyrir verk sín fyrr en örfáum árum fyrir andlát hennar árið 2000. Framtíðar kvenkyns snillingar Sagan sýnir okkur að heimurinn hefur ávallt verið fullur af kvenkyns snillingum (að sjálfssögðu!). Uppfinningar kvenna hafa gjörbylt heimsmynd okkar og gera það enn. Konurnar mega hins vegar ekki vera í felum. Markmið alþjóðahugverkadagsins í ár er að minna konur í nýsköpunar- og tæknibransanum á mikilvægi framlags þeirra til framþróunar – og virði þess að fá nafn sitt skráð á einkaleyfisumsóknir þegar svo ber undir. Einnig að hvetja ungar konur til að sækja sér nám og starfsframa í nýsköpunar- og tæknitengdum greinum og láta ekki sitt eftir liggja þegar kemur að næstu tímamótauppfinningum. Við viljum skapa aðstæður og umhverfi þar sem það er jafn líklegt að nafn ungrar vísindakonu komist á blað og nafn karlkyns samstarfsfélaga. Þá hefur það sýnt sig og sannað að það er viðskiptalega hagkvæmt fyrir atvinnulífið að skapa aðstæður þar sem konur eiga kost á að ná árangri. Þegar konur ná árangri, hagnast allir! Höfundur er lögfræðingur hjá Hugverkastofunni. Hugverkastofan fer með málefni einkaleyfa á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun