Tóku þeir Arsenal-liðið á taugum fyrir leik? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2023 12:31 John Stones, Ruben Dias og Rodri fagna saman einu marka Manchester City á móti Arsenal í gær. Getty/Alex Livesey Úrslitaleikur eða ekki úrslitaleikur. Það virtist vera spurningin en bara hjá einum manni. Manchester City rúllaði upp Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur nú allt í sínum höndum til að vinna enska titilinn þriðja árið í röð og í fimmta sinn á sex árum. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að létta pressunni af sínum leikmönnum með því að tala um það fyrir leikinn að slagurinn á móti Manchester City myndi ekki ráða úrslitum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þótt nær allir aðrir væru sannfærðir um það. Á endanum sýndu leikmenn Manchester City mikla yfirburði og unnu sannfærandi 4-1 sigur. Arsenal hefur verið að gefa eftir í síðustu leikjum og var búið að tapa sex stigum í undanförnum þremur umferðum. Þeim tókst ekki að stoppa City hraðlestina sem tók völdin frá byrjun leiks. Starfsmenn Manchester City gerðu Arsenal mönnum sennilega mikinn óleik með því að mæta með sjálfan Englandsbikarinn út á völl fyrir leik. Allt tal Arteta um að þetta væri ekki úrslitaleikur fór um leið út úr veður og vind enda gerðu leikmenn Arsenal liðsins sér auðvitað fulla grein fyrir því að liðið varð að fá eitthvað út úr þessum leik ætlaði liðið að stoppa hið geysisterka lið City. Arsenal hefur ekki fengið að snerta þennan Englandsbikar í nítján ár og þó að þeir séu enn með tveggja stiga forystu þá á City tvo leiki inni og sigurinn vísan. Þeir komast líklegst ekki nær honum en fyrir leikinn í gærkvöldi. Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að létta pressunni af sínum leikmönnum með því að tala um það fyrir leikinn að slagurinn á móti Manchester City myndi ekki ráða úrslitum í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þótt nær allir aðrir væru sannfærðir um það. Á endanum sýndu leikmenn Manchester City mikla yfirburði og unnu sannfærandi 4-1 sigur. Arsenal hefur verið að gefa eftir í síðustu leikjum og var búið að tapa sex stigum í undanförnum þremur umferðum. Þeim tókst ekki að stoppa City hraðlestina sem tók völdin frá byrjun leiks. Starfsmenn Manchester City gerðu Arsenal mönnum sennilega mikinn óleik með því að mæta með sjálfan Englandsbikarinn út á völl fyrir leik. Allt tal Arteta um að þetta væri ekki úrslitaleikur fór um leið út úr veður og vind enda gerðu leikmenn Arsenal liðsins sér auðvitað fulla grein fyrir því að liðið varð að fá eitthvað út úr þessum leik ætlaði liðið að stoppa hið geysisterka lið City. Arsenal hefur ekki fengið að snerta þennan Englandsbikar í nítján ár og þó að þeir séu enn með tveggja stiga forystu þá á City tvo leiki inni og sigurinn vísan. Þeir komast líklegst ekki nær honum en fyrir leikinn í gærkvöldi.
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira