Japanir í baráttu gegn veiðiþjófnaði á sæbjúgum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 11:38 Til eru margar tegundir af sæbjúgum og sums staðar eru þær ræktaðar. Getty Lögregluyfirvöld í Japan hafa handtekið fimm einstaklinga í tengslum við þjófnað á um það bil 600 kílóum af sæbjúgum. Sæbjúgun eru heldur ófrýnileg en þykja hið mesta lostæti og hafa vakið athygli skipulagðra glæpahópa í landinu. Mennirnir voru staðnir að verki á hafsvæði undan Fukuoka en staðarmiðlar segja um að ræða umfangsmesta veiðiþjófnað á sæbjúgum síðan glæpahópar hófu að ásækjast skepnurnar fyrir nokkrum árum. Sæbjúgun eru auðveld veiði og auðseljanleg, ekki síst vegna eftirspurnar frá veitingastöðum í Kína og Hong Kong, þar sem þau eru kölluð „svartir demantar“. Stjórnvöld í Japan hertu löggjöfina gegn veiðiþjófnaði og viðskiptum með ólöglega veidd sæbjúgu árið 2018 og eiga hinir grunuðu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða allt að 30 milljón króna sekt. Viðurlögin virðast hins vegar ekki hafa haft tilætlaðan fælingarmátt á glæpahópa, sem hafa leitað ýmissa ráða til að afla fjár vegna fækkandi tekjulinda og minnkandi meðlimafjölda. Tveir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að veiðunum en einn er sagður framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis í sjávarútvegi. Andvirði fengsins er sagt nema um tveimur milljónum króna. Heilt á litið hefur löglega veitt magn sæbjúga dregist saman úr 10.300 tonnum árið 2006 í 6.100 tonn árið 2020 og ástæðan er sögð ólöglegar veiðar. Árið 2020 voru tíu handteknir á Hokkaido fyrir að hafa kafað ólöglega eftir sæbjúgum. Umræddir einstaklingar voru síðar tengdir við Yamaguchi-gumi, öflugustu mafíu Japan. Umfjöllun Guardian. Japan Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Mennirnir voru staðnir að verki á hafsvæði undan Fukuoka en staðarmiðlar segja um að ræða umfangsmesta veiðiþjófnað á sæbjúgum síðan glæpahópar hófu að ásækjast skepnurnar fyrir nokkrum árum. Sæbjúgun eru auðveld veiði og auðseljanleg, ekki síst vegna eftirspurnar frá veitingastöðum í Kína og Hong Kong, þar sem þau eru kölluð „svartir demantar“. Stjórnvöld í Japan hertu löggjöfina gegn veiðiþjófnaði og viðskiptum með ólöglega veidd sæbjúgu árið 2018 og eiga hinir grunuðu yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi eða allt að 30 milljón króna sekt. Viðurlögin virðast hins vegar ekki hafa haft tilætlaðan fælingarmátt á glæpahópa, sem hafa leitað ýmissa ráða til að afla fjár vegna fækkandi tekjulinda og minnkandi meðlimafjölda. Tveir handteknu eru grunaðir um að hafa staðið að veiðunum en einn er sagður framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækis í sjávarútvegi. Andvirði fengsins er sagt nema um tveimur milljónum króna. Heilt á litið hefur löglega veitt magn sæbjúga dregist saman úr 10.300 tonnum árið 2006 í 6.100 tonn árið 2020 og ástæðan er sögð ólöglegar veiðar. Árið 2020 voru tíu handteknir á Hokkaido fyrir að hafa kafað ólöglega eftir sæbjúgum. Umræddir einstaklingar voru síðar tengdir við Yamaguchi-gumi, öflugustu mafíu Japan. Umfjöllun Guardian.
Japan Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira