Segir engin kjarnavopn hafa verið á Íslandi eða í landhelginni síðustu fimm ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. apríl 2023 06:38 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð utanríkisráðherra segir traust ríkja um að bandamenn virði friðlýsingu um kjarnavopn. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir mögulegt að staðhæfa að engin kjarnavopn hafi verið á Íslandi eða í landhelginni á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í svörum við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata. Andrés spurði meðal annars að því hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður eða hvort til stæði að nota hann í tengslum við flutninga vegna uppfærslu á kjarnaoddum Bandaríkjanna í herstöðvum í Evrópu. Svar ráðherra var einfalt: Nei. Þá segir í svörum ráðherra að kafbátar búnir kjarnavopnum hafi ekki haft för um eða dvalið í landhelginni á síðustu fimm árum. Það hefði gerst að sérstakt samráð hefði átt sér stað vegna komu tveggja tegunda sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum; árin 2018, 2019 og 2021. Um var að ræða eina B-52 og fjórar B-2 flugvélar en þær báru ekki kjarnavopn. „Koma erlendra ríkisloftfara, þ.m.t. herflugvéla, sem og erlendra ríkisskipa, þ.m.t. herskipa, inn á íslenskt yfirráðasvæði er háð samþykki utanríkisráðherra í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og laga um vaktstöð siglinga. Ríkisför óska eftir heimild til komu eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði og er það gert með formlegri orðsendingu sem gildir annaðhvort um einstaka komu sjófars eða flugvélar eða sem almenn heimild til tiltekins tíma,“ segir í svörum ráðherra. Ríkisför njóti almennt friðhelgi og því fari almennt ekki fram skoðun á farmi eða búnaði þeirra af hálfu íslenskra stjórnvalda. Bandamenn þekki þó stefnu Íslands hvað varðar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnavopnum og virði hana. „Umfram almennt eftirlit með flug- og skipaumferð um íslenskt yfirráðasvæði er ekki viðhaft sérstakt eftirlit með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum heldur ríkir traust um það að önnur ríki, einkum bandalagsríki, virði friðlýsinguna og stefnu Íslands.“ Kjarnorka Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Andrés spurði meðal annars að því hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður eða hvort til stæði að nota hann í tengslum við flutninga vegna uppfærslu á kjarnaoddum Bandaríkjanna í herstöðvum í Evrópu. Svar ráðherra var einfalt: Nei. Þá segir í svörum ráðherra að kafbátar búnir kjarnavopnum hafi ekki haft för um eða dvalið í landhelginni á síðustu fimm árum. Það hefði gerst að sérstakt samráð hefði átt sér stað vegna komu tveggja tegunda sprengjuflugvéla frá Bandaríkjunum; árin 2018, 2019 og 2021. Um var að ræða eina B-52 og fjórar B-2 flugvélar en þær báru ekki kjarnavopn. „Koma erlendra ríkisloftfara, þ.m.t. herflugvéla, sem og erlendra ríkisskipa, þ.m.t. herskipa, inn á íslenskt yfirráðasvæði er háð samþykki utanríkisráðherra í samræmi við ákvæði laga um loftferðir og laga um vaktstöð siglinga. Ríkisför óska eftir heimild til komu eða ferðar um íslenskt yfirráðasvæði og er það gert með formlegri orðsendingu sem gildir annaðhvort um einstaka komu sjófars eða flugvélar eða sem almenn heimild til tiltekins tíma,“ segir í svörum ráðherra. Ríkisför njóti almennt friðhelgi og því fari almennt ekki fram skoðun á farmi eða búnaði þeirra af hálfu íslenskra stjórnvalda. Bandamenn þekki þó stefnu Íslands hvað varðar friðlýsingu landsins og landhelginnar fyrir kjarnavopnum og virði hana. „Umfram almennt eftirlit með flug- og skipaumferð um íslenskt yfirráðasvæði er ekki viðhaft sérstakt eftirlit með friðlýsingu Íslands og íslenskrar landhelgi fyrir kjarnavopnum heldur ríkir traust um það að önnur ríki, einkum bandalagsríki, virði friðlýsinguna og stefnu Íslands.“
Kjarnorka Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira