Stal senunni með nýjum hárlit Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. apríl 2023 13:23 Miley Cyrus tryllti aðdáendur sína þegar hún frumsýndi nýjan hárlit á verðlaunahátíð í gær. Getty/Stefanie Keenan Tónlistarkonan Miley Cyrus skartaði nýjum hárlit þegar hún mætti á verðlaunahátíð í Los Angeles í gær. Miley hefur litað ljósa hárið brúnt og má því segja að hún leiti aftur í ræturnar með þessari nýju hárgreiðslu. Miley skaust fyrst fram á sjónarsviðið í Disney-þáttunum Hannah Montana, þá með sinn náttúrulega brúna hárlit. Árið 2012 urðu ákveðin kaflaskil í lífi Miley þegar hún lét brúnu lokkana fjúka, klippti hárið alveg stutt og litaði það ljóst. Töldu aðdáendur að það væri hluti af tilraun hennar til þess að losa sig við barnastjörnustimpilinn. Skömmu síðar gaf hún út smellinn Wrecking Ball sem markaði upphafið að ákveðnum uppreisnarkafla í lífi Miley. Til hægri má sjá Miley árið 2007 en til vinstri má sjá hana árið 2013Getty Stal senunni Síðasta áratuginn hefur hún mátað sig við hinar ýmsu klippingar en hefur þó haldið sig alfarið við ljósa hárlitinn. Það er því óhætt að segja að Miley hafi stolið senunni á The Daily Front Row tískuverðlaunahátíðinni í gær. Miley var fengin til þess að veita síðustu verðlaun kvöldsins en verðlaunin féllu í skuggann á nýja hárinu. Það er hárgreiðslumaðurinn Bob Recine sem er snillingurinn á bak við hárið. Miley var fengin til þess að veita verðlaun á The Daily Front Row tískuverðlaunahátíðinni í gær.Getty/Monica Schipper Vinsælli og hamingjusamari en nokkru sinni fyrr Ferill Miley hefur náð nýjum hæðum eftir að hún gaf út smellinn Flowers fyrr á árinu. Hún gerði sér lítið fyrir og sló met á Spotify fyrir flestar hlustanir á einni viku, en laginu var streymt tæplega 100 milljón sinnum fyrstu vikuna sína á streymisveitunni. Hún hefur verið í mikilli uppbyggingu eftir skilnaðinn við Liam Hemsworth árið 2019 og er sögð hamingjusamari og heilbrigðari en nokkru sinni fyrr. Hár og förðun Hollywood Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. 24. apríl 2023 18:31 Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag. 15. mars 2023 15:37 Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Miley skaust fyrst fram á sjónarsviðið í Disney-þáttunum Hannah Montana, þá með sinn náttúrulega brúna hárlit. Árið 2012 urðu ákveðin kaflaskil í lífi Miley þegar hún lét brúnu lokkana fjúka, klippti hárið alveg stutt og litaði það ljóst. Töldu aðdáendur að það væri hluti af tilraun hennar til þess að losa sig við barnastjörnustimpilinn. Skömmu síðar gaf hún út smellinn Wrecking Ball sem markaði upphafið að ákveðnum uppreisnarkafla í lífi Miley. Til hægri má sjá Miley árið 2007 en til vinstri má sjá hana árið 2013Getty Stal senunni Síðasta áratuginn hefur hún mátað sig við hinar ýmsu klippingar en hefur þó haldið sig alfarið við ljósa hárlitinn. Það er því óhætt að segja að Miley hafi stolið senunni á The Daily Front Row tískuverðlaunahátíðinni í gær. Miley var fengin til þess að veita síðustu verðlaun kvöldsins en verðlaunin féllu í skuggann á nýja hárinu. Það er hárgreiðslumaðurinn Bob Recine sem er snillingurinn á bak við hárið. Miley var fengin til þess að veita verðlaun á The Daily Front Row tískuverðlaunahátíðinni í gær.Getty/Monica Schipper Vinsælli og hamingjusamari en nokkru sinni fyrr Ferill Miley hefur náð nýjum hæðum eftir að hún gaf út smellinn Flowers fyrr á árinu. Hún gerði sér lítið fyrir og sló met á Spotify fyrir flestar hlustanir á einni viku, en laginu var streymt tæplega 100 milljón sinnum fyrstu vikuna sína á streymisveitunni. Hún hefur verið í mikilli uppbyggingu eftir skilnaðinn við Liam Hemsworth árið 2019 og er sögð hamingjusamari og heilbrigðari en nokkru sinni fyrr.
Hár og förðun Hollywood Tengdar fréttir Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. 24. apríl 2023 18:31 Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag. 15. mars 2023 15:37 Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00 Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Þetta er kynþokkafyllsta kona heims Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins. 24. apríl 2023 18:31
Hefur fundið hamingjuna á ný eftir erfiðan skilnað Tónlistarkonan Miley Cyrus hefur hafið nýjan kafla í sínu lífi. Eftir erfið síðustu ár er Miley sögð hamingjusamari og heilbrigðari en hún hefur verið í langan tíma, auk þess sem hún á eitt vinsælasta lag í heiminum í dag. 15. mars 2023 15:37
Miley Cyrus braut blað í sögu Spotify Tónlistarkonan Miley Cyrus er mætt á Íslenska listann á FM með lagið sitt Flowers. Lagið var kynnt inn sem líklegt til vinsælda í síðustu viku og er nú komið í 16. sæti listans. 28. janúar 2023 17:00