„Við þurftum að fara svolítið varlega“ Máni Snær Þorláksson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. apríl 2023 12:51 Einar Valsson segir að það hafi gengið vel að losa flutningaskipið Wilson Skaw í morgun. Landhelgisgæslan Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. „Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“ Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
„Í morgun, fljótlega upp úr sjö, tókum við eftir að það var að komast aðeins hreyfing á skipið,“ segir Einar Valsson, skipherra á Freyju, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann segir vind hafa gengið hraðar upp en von var á og með honum hafi komið alda. Um klukkan hálf átta hafi áhöfnin verið farin að sjá að það var komin hreyfing á stefnið á flutningaskipinu. Þá var ákveðið að ræsa út í aðgerðir og koma dráttartaugum á milli flutningaskipsins og Freyju. „Það gekk alveg ótrúlega vel. Við sendum bát yfir með einn af stýrimönnunum okkar til þess að stjórna aðgerðum þarna hinum megin, hann var kominn um borð tíu mínútum eftir að hann fór frá okkur og við vorum búnir að koma á fyrstu tengingu einhverjum tíu mínútum þar á eftir.“ Einar segir að í framhaldi hafi aldan og vindurinn snúið og hreyft við skipinu. „Þannig þetta hjálpaðist allt að við að koma skipinu af skerinu og það var þarna um 9:40 sem við bókum að skipið sé laust,“ segir hann. Verkefninu var þó ekki lokið þegar búið var að losa skipið því það þurfti að koma því á dýpri sjó. „Það eru grynningar og þetta færi er svo sem ekki mjög vel mælt þannig við þurftum að fara svolítið varlega,“ segir Einar. „Við gerðum það bara, fikruðum okkur áfram bara metra fyrir metra í rauninni þar til við vorum búnir að koma skipinu á frían sjó. Við erum bara með það núna í rólegu togi hérna út álinn og stefnan er að fara inn á Steingrímsfjörð, koma okkur í skjól þar til þess að meta aðstæður og skoða skipið betur. Þetta lítur vel út í augnablikinu.“
Skipaflutningar Landhelgisgæslan Strand Wilson Skaw Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira