Dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2023 12:59 Kristján Einar losnaði úr fangelsi í nóvember á síðasta ári þar sem hann sætti gæsluvarðhaldi. Vísir/Einar Heimildin greinir frá því að samkvæmt dómi yfir Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, oftast þekktum sem Kleina, hafi hann ekki gerst sekur um „fyllerísslagsmál“ líkt og hann hafi haldið fram, heldur ofbeldisfullt rán. Þá hafi honum ekki verið sleppt eftir að fangelsisyfirvöldum þar í landi var mútað heldur þegar hann játaði aðild sína að umræddum ránum. Sjómaðurinn Kristján Einar, stundum titlaður áhrifavaldurinn Kleini, var handtekinn í borginni Málaga á Spáni í mars árið 2022. Lítið fréttist af því sem hann var sakaður um að hafa gert á meðan hann var enn úti en í nóvember sama ár var honum sleppt úr fangelsi. Þá sagðist hann „hafa sögur að segja“. Þær sögur sagði hann síðan þegar hann kom aftur heim til Íslands í sama mánuði. Hann kom í viðtal hér á Vísi þar sem hann sagðist hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Klippa: Íslendingur lýsir átta mánaða veru í fangelsi í Malaga Samkvæmt dómnum yfir Kleina, sem Heimildin hefur undir höndunum, var hann þó ekki dæmdur fyrir fyllerísslagsmál, heldur ofbeldisfullt rán. Hann hafi, ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Dómurinn féll þann 17. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Lesa má umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni hér. Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sjómaðurinn Kristján Einar, stundum titlaður áhrifavaldurinn Kleini, var handtekinn í borginni Málaga á Spáni í mars árið 2022. Lítið fréttist af því sem hann var sakaður um að hafa gert á meðan hann var enn úti en í nóvember sama ár var honum sleppt úr fangelsi. Þá sagðist hann „hafa sögur að segja“. Þær sögur sagði hann síðan þegar hann kom aftur heim til Íslands í sama mánuði. Hann kom í viðtal hér á Vísi þar sem hann sagðist hafa verið handtekinn eftir „fyllerísslagsmál“. Þá sagðist hann hafa verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umrædd slagsmál en á endanum hafi lögfræðingur hans mútað yfirvöldum í Málaga til að koma honum út. Klippa: Íslendingur lýsir átta mánaða veru í fangelsi í Malaga Samkvæmt dómnum yfir Kleina, sem Heimildin hefur undir höndunum, var hann þó ekki dæmdur fyrir fyllerísslagsmál, heldur ofbeldisfullt rán. Hann hafi, ásamt öðrum manni, rænt fjármunum af þriðja manni og svo reynt að ræna þann fjórða mann að nóttu til. Við ránið hafi þeir notast við oddhvassan hlut til að hóta fórnarlömbunum. Dómurinn féll þann 17. nóvember síðastliðinn, skömmu áður en Kleini kom heim. Var hann dæmdur í þriggja ára og níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skilorðsbundið fangelsi þýðir að viðkomandi þarf ekki að sitja inni brjóti hann ekki aftur af sér. Honum var því sleppt úr gæsluvarðhaldi skömmu eftir að dómur féll og hélt hann til Íslands. Lesa má umfjöllun Heimildarinnar í heild sinni hér.
Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47 Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ekki komin í nýtt samband: „Er að slökkva elda alls staðar“ „Við erum búin að vera vinir lengi en hittumst fyrst sem eitthvað meira vinir fyrir minna en viku,“ segir Hafdís Björg í viðtali á FM957 í dag þar sem hún tjáir sig um frétt Smartlands á mbl.is sem greinir frá því að hún og Kristján Einar séu nýtt par. Ritstjóri Smartlands hafnar því að hafa farið með rangt mál í fréttinni. 31. mars 2023 13:47
Kleini fer í meðferð Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, hefur skráð sig í meðferð í Krýsuvík. Hann segir síðustu mánuði hafa tekið á og fer því á meðferðarheimili á miðvikudaginn. 15. janúar 2023 19:13