Guðmundur Felix hjólaði í fyrsta sinn í 25 ár Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 08:44 Guðmundur Felix getur loksins byrjað að hjóla á ný. Vísir/Vilhelm Guðmundur Felix Grétarsson hjólaði nýverið í fyrsta sinn eftir að hafa misst báða handleggi sína í slysi árið 1998. Hann stefnir á að geta hjólað til og frá spítala í Frakklandi þar sem hann býr. Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 en í janúar árið 2021 varð hann fyrsti maðurinn til að gangast undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir. Hefur hann reglulega birt uppfærslur á lífi sínu með nýju hendurnar á samfélagsmiðlum. Breska götublaðið Mirror birti á þriðjudag umfjöllun um nýjasta afrek Guðmundar. Hann er byrjaður að hjóla á ný. Í samtali við Mirror segist hann hafa reglulega hjólað í vinnuna fyrir slysið. „Ég var með stól fyrir litlu stelpuna mína og fannst virkilega gaman að nota hjólið. Ég hef stefnt á að hjóla í langan tíma, jafnvel á meðan ég var að bíða eftir höndunum. En mér datt aldrei í hug hvernig ég færi að því,“ segir Guðmundur Felix. Á sex mánaða fresti gerir hann lista ásamt iðjuþjálfa sínum yfir fimm mikilvæga hluti sem hann vill ná að gera það tímabil. Fyrst um sinn voru það hlutir eins og að mata sig sjálfur en fyrir ári síðan setti hann hjólreiðarnar á listann. Hann pantaði sér hjól frá Hominid X sem er með fótabremsur. Hjólið fékk hann afhent nú í apríl og gat hann því hjólað í fyrsta sinn í 25 ár. Guðmundur Felix á hjólinu. „Ég var smá óöruggur fyrst um sinn því ég vissi að ég þurfti hjól þar sem ég hallaði mér ekki fram. Ég var alveg tilbúinn í að þetta myndi ekki ganga vel. Ég hélt ég myndi detta en það hefur enn ekki gerst,“ segir Guðmundur Felix. Hann segist ekki vera alveg tilbúinn í að hjóla í almenningi en hann telur að sumarið verði nýtt í að prófa það. Hann vill geta hjólað í og úr læknatímum sem hann fer í í Frakklandi. Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Samgöngur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Guðmundur missti báða handleggina í vinnuslysi árið 1998 en í janúar árið 2021 varð hann fyrsti maðurinn til að gangast undir ágræðslu á báðum handleggjum fyrir ofan axlir. Hefur hann reglulega birt uppfærslur á lífi sínu með nýju hendurnar á samfélagsmiðlum. Breska götublaðið Mirror birti á þriðjudag umfjöllun um nýjasta afrek Guðmundar. Hann er byrjaður að hjóla á ný. Í samtali við Mirror segist hann hafa reglulega hjólað í vinnuna fyrir slysið. „Ég var með stól fyrir litlu stelpuna mína og fannst virkilega gaman að nota hjólið. Ég hef stefnt á að hjóla í langan tíma, jafnvel á meðan ég var að bíða eftir höndunum. En mér datt aldrei í hug hvernig ég færi að því,“ segir Guðmundur Felix. Á sex mánaða fresti gerir hann lista ásamt iðjuþjálfa sínum yfir fimm mikilvæga hluti sem hann vill ná að gera það tímabil. Fyrst um sinn voru það hlutir eins og að mata sig sjálfur en fyrir ári síðan setti hann hjólreiðarnar á listann. Hann pantaði sér hjól frá Hominid X sem er með fótabremsur. Hjólið fékk hann afhent nú í apríl og gat hann því hjólað í fyrsta sinn í 25 ár. Guðmundur Felix á hjólinu. „Ég var smá óöruggur fyrst um sinn því ég vissi að ég þurfti hjól þar sem ég hallaði mér ekki fram. Ég var alveg tilbúinn í að þetta myndi ekki ganga vel. Ég hélt ég myndi detta en það hefur enn ekki gerst,“ segir Guðmundur Felix. Hann segist ekki vera alveg tilbúinn í að hjóla í almenningi en hann telur að sumarið verði nýtt í að prófa það. Hann vill geta hjólað í og úr læknatímum sem hann fer í í Frakklandi.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Frakkland Samgöngur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36 Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32 Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Guðmundur Felix fagnar tveggja ára afmæli Guðmundur Felix Grétarsson fagnar því að tvö ár séu liðin frá því að hann fékk ágræddar hendur. Frönsk sjónvarpsstöð tók hús á honum í dag. 13. janúar 2023 21:36
Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. 31. desember 2021 11:32