Óskar hefur sungið í fjögur þúsund jarðarförum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2023 21:16 Óskar, sem hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Stundum syngur hann í þremur á einum degi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlir bílar og gömul bílnúmer eru honum hugleikinn, svo ekki sé talað um sönginn en hann hefur sungið í um fjögur þúsund jarðarförum. Hér erum við að tala um Álftagerðisbróðurinn Óskar Pétursson, sem Magnús Hlynur heimsótti í þætti sínum, „Mig langar að vita“ í hér á Stöð 2 í kvöld. Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+ Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bifvélavirkinn Óskar Pétursson er með sitt eigið verkstæði á Akureyri þar sem hann er aðallega að gera upp gamla bíla. Þá er kaffistofan hans mjög vinsæl því karlarnir í hverfinu líta reglulega til hans þar sem sögur eru sagðar og mikið hlegið. Óskar hefur alltaf haft gaman af númerum á númeraplötum bíla. „Þetta er einn fyrsti hæluxinn, sem kom hingað til Akureyrar og fór í sveitina líka og ég er búin að vera að laga hann dálítið til hérna,“ segir Óskar. Og þú ert með A1 númerið? „Já og 25, 44 og 12 og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Óskar og skellihlær. Tveir af bílum Óskars á Akureyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Óskar er eflaust þekktastur fyrir að vera einn af Álftagerðisbræðrunum frá Álftagerði í Skagafirði, sem allir eru mikli söngmenn og hafa víða komið saman fram. Bræðurnir koma lítið, sem ekkert opinberlega fram lengur enda aldurinn farin að færast yfir þá og önnur verkefni hafa tekið við. Óskar er þó enn þá að syngja á fullum krafti við allskonar tækifæri, ekki síst útfarir eins og í Akureyrarkirkju. Já talandi um útfarir, veit Óskar hvað hann hefur sungið í mörgum útförum ? „Ég giska á að þær séu kannski um fjögur þúsund,“ segir Óskar. Óskar Pétursson bifvélavirki og söngvari á Akureyri, sem hefur nóg að gera við að gera upp gamla bíla og syngja við ýmis tækifæri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þegar ég kom hingað til starfa blautur á bak við bæði eyrun 1998 þá hringdi ég í þennan fræga mann, Óskar Pétursson, sem var að fara að syngja í jarðarför með mér og spurði hvenær hann vildi æfa með mér fyrir jarðarförina? „ Æfa, það er fyrir aumingja,“ sagði Óskar, segir Eyþóri Inga Jónsson, organisti í Akureyrarkirkju. Álftagerðisbræður, allt frábærir söngvarar, sem hafa gert garðinn frægan á Íslandi. Þeir hafa gefið saman út töluvert af efni, sem er alltaf mjög vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þátturinn með Óskari Péturssyni er nú aðgengilegur á Stöð 2+
Mig langar að vita Akureyri Tónlist Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira