Ten Hag eftir hörmulegan endi: „Ekki skemmtilegt kvöld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2023 07:01 Erik Ten Hag þakkar áhorfendum eftir vægast sagt súran endi. Matthew Ashton/Getty Images Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög ósáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að hans menn höfðu glutrað niður tveggja marka forystu gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli. „Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“ „Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“ „Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“ 85' Man Utd 2-1 Sevilla (Malacia OG)90+3' Man Utd 2-2 Sevilla (Maguire OG)Sevilla come back to shock Man Utd at Old Trafford thanks to TWO own goals pic.twitter.com/heLf0VPCwX— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 „Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“ Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane. „Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli. „Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“ „Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“ „Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“ 85' Man Utd 2-1 Sevilla (Malacia OG)90+3' Man Utd 2-2 Sevilla (Maguire OG)Sevilla come back to shock Man Utd at Old Trafford thanks to TWO own goals pic.twitter.com/heLf0VPCwX— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 „Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“ Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane. „Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira