„Ég hugsa um það á hverjum degi“ Jón Már Ferro skrifar 12. apríl 2023 17:01 Rúnar Kárason, er besta hægri skytta Olís deildarinnar að mati sérfræðinga Handkastsins. Vísir/Diego „Ég er klökkur,“ sagði Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV, eftir að hafa verið valin besta hægri skyttan í Olís deild karla í handbolta. Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals og Einar Rafn Eiðsson, leikmaður KA, voru einnig tilnefndir. „Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“ Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
„Ég vissi að það væri hörku áskorun að koma heim og standa sig vel. Maður hefur séð marga koma heim og eiga í erfiðleikum þannig ég vissi að ég þyrfti að halda vel á spöðunum. Þyrfti að gefa í ef eitthvað er. Mér finnst ég hafa staðið undir því.“ Rúnar segir að Olís deildin sé mjög sterk en eigi töluvert í land miðað við Danmörku þar sem hann spilaði síðast. Eftir yfirstandandi tímabil gengur Rúnar til liðs við Fram. Hann var einnig orðaður við Gróttu og Val en valdi á endanum uppeldisfélag sitt. „Ég var opinn fyrir flestu. Ég var nú ekkert í sambandi við Gróttu nema rétt um mánuð eftir að þú komst með slúðrið. Þá fóru þeir að tékka á mér. Ég var búin að vera í samtali við Snorra í smá tíma. Það er líka vegna þess að Snorri og Robbi eru góðir vinir mínir úr landsliðinu. Svo var maður í samtali við Einar,“ sagði Rúnar. Fyrir áramót fjallaði Handkastið um að Rúnar væri mögulega á leið í Gróttu. Hann ræddi við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals og Róbert Gunnarson, þjálfari Gróttu. Einar Jónsson, þjálfari karla og kvenna liðs Fram.Vísir/Hulda Margrét „Þegar uppi var staðið fannst mér Fram ótrúlega spennandi og smá rómantík í því að koma heim. Mér þykir vænt um Fram, er mikill Framari og alltaf verið. Mér finnst mjög spennandi hlutir að gerast þar.“ Rúnari myndi þykja ótrúlega vænt um að geta endað á Íslandsmeistaratitli með ÍBV. Hann segir liðið vera á réttri leið og mikinn stíganda hafa verið í spilamennsku liðsins undanfarið. „Ég hugsa um það á hverjum degi. Ég er búinn að eiga algjörlega frábæran tíma í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei komið á stað þar sem jafn vel er tekið á móti manni. Það er algjörlega frábært samfélag í Vestmannaeyjum. Ótrúlega gott fólk í kringum handboltann. Ég hef tekið algjöru ástfóstri við Eyjuna.“ Rúnar Kárason er frábær skytta.Vísir/Vilhelm Þyngd Rúnars hefur verið til umræðu og að hann sé léttari á fæti en áður. „Ég var alltaf um 106 kíló í Þýskalandi, ég var 103 kíló í Danmörku. Ég hef léttastur verið á Íslandi 101 kíló. Það var eiginlega farið að vera til vandræða. Ég er aftur kominn í 103, Danmerkur kílóin,“ segir Rúnar sem segir Erling Richardsson hafa hjálpað sér í vetur. „Erlingur er frábær í líkamlega þættinum. Hann lætur okkur hlaupa mikið inni á handboltavelli og þétt lyftingarprógram hjá okkur. Ég hef í raun aldrei lyft jafn mikið og ég er að gera núna.“
Olís-deild karla ÍBV Handkastið Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira