„Þetta var allt annað varnarlega“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 9. apríl 2023 20:54 Hörður Axel þjálfar meistaraflokk kvenna hjá Keflavík og spilar með meistaraflokki karla. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway deild kvenna, var að vonum sáttur við stórsigur síns liðs á Njarðvík 79-52 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum deildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Leikurinn fór fram á heimavelli Keflvíkinga, Blue-höllinni, og að honum loknum leiðir Keflavík einvígið með tvo sigra gegn einum hjá Njarðvík. Í viðtali við fréttamann Vísis var Hörður fyrst spurður hvað honum hafði þótt lið sitt gera betur en í öðrum leik liðanna þar sem Keflavík beið ósigur 85-89. „Þetta var allt annað varnarlega. Við náðum að halda þeim betur fyrir framan okkur og það er það helsta sem við bættum varnarlega. Sóknarlega vorum við að deila boltanum betur, fá hann þar sem við viljum fá hann og skjóta með sjálfstrausti.“ Af leiknum að dæma virðast Keflvíkingar vera búnir að lesa leik Njarðvíkinga og þær breytingar sem urðu á honum eftir að stigahæsti leikmaður Njarðvíkur, Aliyah Collier, lenti á meiðslalistanum. „Við erum búin að fara vel yfir þær eins og þær yfir okkur. Ég tel mig vita hvað þær geta.“ Það voru fleiri leikmenn Keflavíkur að skila betri tölum en í leik tvö og Daniela Morillo axlaði ekki eins stóran hluta byrðanna og þá. Hörður tók undir að það væri mikilvægt að sem flestir leikmenn Keflavíkur skiluðu sem mestu framlagi. „Jú, auðvitað. Við erum búin að standa fyrir það í vetur að það eru margar stelpur sem leggja í púkkið, það eru margar sem stíga upp og ekki alltaf þær sömu í hverjum leik. Í dag voru fullt af stelpum sem áttu skínandi leik og geisla af sjálfstrausti sem að skiptir miklu máli.“ Hörður var því næst spurður um fjórða leik liðanna sem er framundan en þá getur Keflavík unnið einvígið og tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi deildarinnar. „Það verður miklu erfiðari leikur heldur en þessi. Við þurfum að fara vel yfir þennan leik sem og fyrri leikina og vera tilbúin alveg frá byrjun á fimmtudaginn. Við förum í alla leiki til að vinna og sá næsti er engin undantekning. Við vitum það að Njarðvík mun spila mun betur, vera aggressífari og vera meira „physical“ sem við verðum tilbúnar í,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 79-52 | Keflavíkurkonur rúlluðu yfir Njarðvík Keflavík er komið yfir í einvíginu gegn Njarðvík í Subway deildinni. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 9. apríl 2023 19:41