Heildartjónið nemur 150 milljónum króna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. apríl 2023 20:06 Mikið tjón varð á fjölbýlishúsum í snjóflóðinu. Landsbjörg Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum. Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Snjóflóðin féllu mánudagsmorgun 27. mars og . Það fellur í hlut Náttúruhamfaratryggingar að bæta tjón á innbúi og fasteignum. Matsgerðin var kynnt íbúum í gær. „Þetta er tjónamat á húseignunum, það var búið að klára að greiða út innbúsmöt. Í gær fóru húseignir í kynningu til allra eigenda. Alla jafna eru gefnar tvær vikur fyrir fólk til að fara yfir matið og koma með ábendingar. Okkur fannst mikilvægt að koma þessu út núna fyrir páska, þannig fólk gæti skoðað þetta og komið með athugasemdir eða staðfest að það sé sátt við matið,“ segir Hulda Ragnheiður. Alls er um að ræða 10 íbúðir í fjölbýlishúsum og tjónamat á 2 einbýlishúsum, sem séu þó minni háttar. Bifreiðar falla almennt ekki undir náttúruhamfaratrygginguna. „Kaskótryggingin er vörn við ofanflóðum hjá öllum tryggingafélögum þannig að þær bifreiðar sem eru tryggðar með kaskótryggingu eru greiddar út úr þessari tryggingu. Þær sem reu einungis tryggðar ábyrgðatryggingu falla utan trygginga.“ Misskilningur varðandi lágmarks eigin áhættu Hulda Ragnheiður segir að ekki sé um að ræða neinar skemmdir á burðarvirki sem muni miklu í kostnaði. „Þetta er fyrst og fremst gólfefni og timburverk í íbúðunum sem telur í einhvern kostnað. Og auðvitað innbúin þegar það á við.“ Hún segir að misskilnings gæti varðandi lágmarks eigin áhættu. „Það hefur verið fjallað um það að eigin áhættan sé 600 þúsund en það er aðeins þegar um er að ræða bæði tjón á fasteign og innbúi. Þeir sem eru eingöngu með tjón á húseignum bera 400 þúsund króna eigin áhættu en þeir sem eru með innbú á hvoru tveggja bera 400 þúsund á húseigninni og 200 þúsund á lausafé,“ segir Huda Ragnheiður. Nú verður íbúum gefinn frestur til að bregðast við matinu. „Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki bíða eftir okkur en við getum alveg beðið eftir þeim,“ segir hún að lokum.
Snjóflóð í Neskaupstað Fjarðabyggð Snjóflóð á Íslandi Tryggingar Náttúruhamfarir Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira