Varð Evrópumeistari í hópfimleikum þegar handboltaferillinn var að hefjast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2023 23:29 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir stundaði fimleika af miklum krafti meðfram handboltanum. Vísir/Vilhelm Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna á tímabilinu og raðað inn mörkum fyrir ÍBV á leið liðsins að bikar- og deildarmeistaratitlum. Það var þó ekki alltaf víst að hún myndi velja handboltann. „Ég náttúrulega var bara í öllum íþróttum þegar ég var yngri,“ sagði Hanna í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins. „Mamma er ungbarnasundkennari þannig að mér var bara hent út í sundlaug þegar ég var fjögurra eða fimm mánaða og hef verið þar síðan. Ég var bara þar í mínum hreyfigrunni og var svo komin í íþróttaskóla stuttu eftir það.“ „Svo hef ég verið svona sex ára þegar ég var byrjuð í handbolta, fótbolta og fimleikum og var í því bara langt fram að fermingu,“ sagði Hanna, en bætti við að hún hefði þó haldið áfram í fimleikum fram að 18 ára aldri. Fagnaði Evrópumeistaratitli í hópfimleikum „Ég var með unglingalandsliði Íslands bæði 2010 og 2012. Við unnum brons á Evrópumeistaramótinu 2010 og urðum svo Evrópumeistarar 2012 í hópfimleikum. Þannig ég var í því á meðan ég var að byrja minn meistaraflokksferil á Selfossi í handboltanum.“ Þá segir Hanna að valið hafi staðið á milli handbolta og fimleika. „Mér fannst allavega mjög gaman í fimleikunum líka. Ég gat ekki valið á milli. Þetta var mjög erfitt, en þetta var orðið allt of mikið álag þannig ég varð að fara að velja þarna 18 ára. “ „Þetta eru rosalega ólíkar greinar, en ég tel að fimleikagrunnurinn sé að gefa mér mjög mikið inn í handboltann.“ „Það er allavega mjög góður grunnur þannig ég sé ekki eftir því að hafa verið svona lengi í fimleikunum. En ég var kannski aðeins of lengi upp á meiðsli og annað því ég var komin í bullandi yfirálag rétt áður en ég hætti. Ég var farin að æfa ég veit ekki hvað marga tíma á dag. Var bæði í handbolta- og fimleikaakademíu og svo að æfa með báðum meistaraflokkunum á kvöldin,“ sagði Hanna, en þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Handbolti ÍBV Fimleikar Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira
„Ég náttúrulega var bara í öllum íþróttum þegar ég var yngri,“ sagði Hanna í seinasta hlaðvarpsþætti Kvennakastsins. „Mamma er ungbarnasundkennari þannig að mér var bara hent út í sundlaug þegar ég var fjögurra eða fimm mánaða og hef verið þar síðan. Ég var bara þar í mínum hreyfigrunni og var svo komin í íþróttaskóla stuttu eftir það.“ „Svo hef ég verið svona sex ára þegar ég var byrjuð í handbolta, fótbolta og fimleikum og var í því bara langt fram að fermingu,“ sagði Hanna, en bætti við að hún hefði þó haldið áfram í fimleikum fram að 18 ára aldri. Fagnaði Evrópumeistaratitli í hópfimleikum „Ég var með unglingalandsliði Íslands bæði 2010 og 2012. Við unnum brons á Evrópumeistaramótinu 2010 og urðum svo Evrópumeistarar 2012 í hópfimleikum. Þannig ég var í því á meðan ég var að byrja minn meistaraflokksferil á Selfossi í handboltanum.“ Þá segir Hanna að valið hafi staðið á milli handbolta og fimleika. „Mér fannst allavega mjög gaman í fimleikunum líka. Ég gat ekki valið á milli. Þetta var mjög erfitt, en þetta var orðið allt of mikið álag þannig ég varð að fara að velja þarna 18 ára. “ „Þetta eru rosalega ólíkar greinar, en ég tel að fimleikagrunnurinn sé að gefa mér mjög mikið inn í handboltann.“ „Það er allavega mjög góður grunnur þannig ég sé ekki eftir því að hafa verið svona lengi í fimleikunum. En ég var kannski aðeins of lengi upp á meiðsli og annað því ég var komin í bullandi yfirálag rétt áður en ég hætti. Ég var farin að æfa ég veit ekki hvað marga tíma á dag. Var bæði í handbolta- og fimleikaakademíu og svo að æfa með báðum meistaraflokkunum á kvöldin,“ sagði Hanna, en þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Handbolti ÍBV Fimleikar Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Sjá meira