Lifa af á rokgjörnum og hverfulum tíma Íris Hauksdóttir skrifar 5. apríl 2023 17:01 Margrét Júlía Sigurðardóttir fyrrverandi framkvæmdarstjóri Mussila aðsend Íslenska tölvuleikafyrirtækið Mussila fékk á dögunum verðlaun á hinni alþjóðlegu verðlaunahátíð Bett Awards sem afhent voru í Bretlandi í liðinni viku. Margrét Júlíana Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, segir verðlaunin gríðarlega gleðileg en þetta er annað árið í röð sem tónlistarleikurinn Mussila Music stendur uppi sem sigurvegari á hátíðinni. „Bett verðlaunin eru stundum kölluð Óskarsverðlaun í menntatækni-bransanum þar sem keppt er við alla risana á þessu sviði, stórfyrirtæki sem mörg hver hafa verið í fremstu röð í fjölda ára, jafnvel í einhverja áratugi.“ Þetta árið var leikurinn Mussila Music verðlaunaður ásamt nýjum orðaleik úr Mussila seríunni, Mussila Word Play sem „Mussila – Family solution“ og var sú fjölskyldulausn verðlaunuð í flokknum Educational resources for parents or home learning eða menntalausn fyrir foreldra og heimanám. Foreldrar fylgjast náið með Fjögur ár eru nú síðan tónlistarleikurinn Mussila Music kom fyrst út í núverandi mynd en í gegnum hann læra börn að þekkja fjölda hljóðfæra, lesa nótur og leika lög. Nýlega fylgdi svo orðaleikurinn Mussila Word Play eða Orðalykill í íslensku útgáfunni. „Mussila Music hefur notið alþjóðlegra vinsælda hjá börnum, foreldrum og kennurum en í gegnum leikinn öðlast nemendur þekkingu í tónlist,“ segir Margrét Júlíana. „Smáforritið fylgir marvissri námsáætlun og geta foreldrar fylgst náið með árangri barnanna jafnt og þétt.“ Fjölmörg verðlaun og viðurkenningar Á þessum árum hefur Mussila Music unnið til fjölmargra verðlauna og viðurkenninga, meðal annars Norrænu menntatækniverðlaunin (Nordic EdTech Awards), Parent´s Choice Awards, Comenius EduMedia Awards og Pädagsogisher Medien Preis. „Þetta hefur allt verið mikil viðurkenning, ásamt því að Mussila Music var valinn sem App of the Day hjá App Store 2018 og síðan þá reglulega kynntur í App Store um allan heim sem einn af bestu barnaleikjunum sem þar hafa verið í boði.“ Sjálf lét Margrét af störfum sem framkvæmdarstýra Mussila fyrir þremur árum en hún stofnaði fyrirtækið ásamt Hilmari Þór Birgissyni og er enn meðal hluthafa. Margrét vinnur nú að næsta verkefni sem er nýsköpunarfyritækið Moombix en hún segir einkar ánægjulegt að sjá Mussila lifa enn á rokgjörnum og hverfulum tímum þar sem flest sem gert er í dag getur orðið úrelt á morgun. Tónlist Börn og uppeldi Leikjavísir Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
Margrét Júlíana Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, segir verðlaunin gríðarlega gleðileg en þetta er annað árið í röð sem tónlistarleikurinn Mussila Music stendur uppi sem sigurvegari á hátíðinni. „Bett verðlaunin eru stundum kölluð Óskarsverðlaun í menntatækni-bransanum þar sem keppt er við alla risana á þessu sviði, stórfyrirtæki sem mörg hver hafa verið í fremstu röð í fjölda ára, jafnvel í einhverja áratugi.“ Þetta árið var leikurinn Mussila Music verðlaunaður ásamt nýjum orðaleik úr Mussila seríunni, Mussila Word Play sem „Mussila – Family solution“ og var sú fjölskyldulausn verðlaunuð í flokknum Educational resources for parents or home learning eða menntalausn fyrir foreldra og heimanám. Foreldrar fylgjast náið með Fjögur ár eru nú síðan tónlistarleikurinn Mussila Music kom fyrst út í núverandi mynd en í gegnum hann læra börn að þekkja fjölda hljóðfæra, lesa nótur og leika lög. Nýlega fylgdi svo orðaleikurinn Mussila Word Play eða Orðalykill í íslensku útgáfunni. „Mussila Music hefur notið alþjóðlegra vinsælda hjá börnum, foreldrum og kennurum en í gegnum leikinn öðlast nemendur þekkingu í tónlist,“ segir Margrét Júlíana. „Smáforritið fylgir marvissri námsáætlun og geta foreldrar fylgst náið með árangri barnanna jafnt og þétt.“ Fjölmörg verðlaun og viðurkenningar Á þessum árum hefur Mussila Music unnið til fjölmargra verðlauna og viðurkenninga, meðal annars Norrænu menntatækniverðlaunin (Nordic EdTech Awards), Parent´s Choice Awards, Comenius EduMedia Awards og Pädagsogisher Medien Preis. „Þetta hefur allt verið mikil viðurkenning, ásamt því að Mussila Music var valinn sem App of the Day hjá App Store 2018 og síðan þá reglulega kynntur í App Store um allan heim sem einn af bestu barnaleikjunum sem þar hafa verið í boði.“ Sjálf lét Margrét af störfum sem framkvæmdarstýra Mussila fyrir þremur árum en hún stofnaði fyrirtækið ásamt Hilmari Þór Birgissyni og er enn meðal hluthafa. Margrét vinnur nú að næsta verkefni sem er nýsköpunarfyritækið Moombix en hún segir einkar ánægjulegt að sjá Mussila lifa enn á rokgjörnum og hverfulum tímum þar sem flest sem gert er í dag getur orðið úrelt á morgun.
Tónlist Börn og uppeldi Leikjavísir Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira