Sumarbústaður við Laugarvatn brann til kaldra kola Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. apríl 2023 18:21 Aðstæður voru krefjandi þegar slökkvilið bar að garði. Aðsend Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans. Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“ Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“
Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira