Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2023 12:03 Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Hún vill auka aðgengi að Naloxone nefúðanum. Rauði krossinn Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi. Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og en ákvörðun Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Fleiri en þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða á síðasta ári. Sjá nánar: FDA heimilar lausasölu Naloxone lyfsins Narcan Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. „Við fögnum því auðvitað að það sé verið að opna á það að Naloxone sé lausasölulyf í Bandaríkjunum og við teljum alveg gríðarlega mikilvægt að Naloxone hérna á Íslandi verði líka lausasölulyf þar sem fólk getur bara farið í apótek og keypt nefúðann.“ Hafrún segist raunar ekki skilja hvers vegna nefúðinn sé ekki þegar í lausasölu. „Það fylgir því engin hætta að nota hann. Þú getur ekki misnotað nefúðann. Fólk sem er með þungan vímuefnavanda, og notar þessi ópíóðalyf, vill helst ekki að nefúðinn sé notaður nema að þess sé virkileg þörf því um leið og þú notar nefúðann ferðu í einhvers konar fráhvörf,“ útskýrir Hafrún sem bendir á að nefúðinn hafi gefið góða raun hér á landi sem og annars staðar og bjargað lífi fjölmargra. „Þetta hefur heldur betur bjargað lífi margra og við hjá Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými höfum á einu ári dreift 500-600 nefúðum og við heyrum alltaf mjög reglulega af fólki sem hefur þurft að nota nefúðann til að bjarga vinum eða ástvinum og svo höfum við einnig heyrt á bráðamóttökunni þar sem fólk kemur þangað inn eftir að hafa fengið fyrsta nefúðann frá okkur.“ Hafrún segir að aðstandendur fólks sem haldið er ópíóðafíkn þrái að hafa aðgang að nefúðanum til að geta brugðist rétt við ef slæm tilfelli koma upp. Ertu bjartsýn á að þetta skref Bandaríkjanna verði til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið? „Ég vona það innilega því við höfum nú séð það hvernig ópíóðafaraldurinn er að fara með Bandaríkin. Vonandi getum við og aðrar þjóðir lært af því hvað það er mikilvægt að hafa gott aðgengi að Naloxone nefúða.“ Lyf Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
Narcan er notað sem neyðarmeðferð við ofneyslu ópíóða og en ákvörðun Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerir það að verkum að einstaklingar munu innan tíðar getað nálgast úðann í apótekum og matvöruverslunum, án lyfjaávísunar. Fleiri en þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum ofneyslu ópíóða á síðasta ári. Sjá nánar: FDA heimilar lausasölu Naloxone lyfsins Narcan Hafrún Elísa Sigurðardóttir er teymisstýra skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. „Við fögnum því auðvitað að það sé verið að opna á það að Naloxone sé lausasölulyf í Bandaríkjunum og við teljum alveg gríðarlega mikilvægt að Naloxone hérna á Íslandi verði líka lausasölulyf þar sem fólk getur bara farið í apótek og keypt nefúðann.“ Hafrún segist raunar ekki skilja hvers vegna nefúðinn sé ekki þegar í lausasölu. „Það fylgir því engin hætta að nota hann. Þú getur ekki misnotað nefúðann. Fólk sem er með þungan vímuefnavanda, og notar þessi ópíóðalyf, vill helst ekki að nefúðinn sé notaður nema að þess sé virkileg þörf því um leið og þú notar nefúðann ferðu í einhvers konar fráhvörf,“ útskýrir Hafrún sem bendir á að nefúðinn hafi gefið góða raun hér á landi sem og annars staðar og bjargað lífi fjölmargra. „Þetta hefur heldur betur bjargað lífi margra og við hjá Frú Ragnheiði og Ylju neyslurými höfum á einu ári dreift 500-600 nefúðum og við heyrum alltaf mjög reglulega af fólki sem hefur þurft að nota nefúðann til að bjarga vinum eða ástvinum og svo höfum við einnig heyrt á bráðamóttökunni þar sem fólk kemur þangað inn eftir að hafa fengið fyrsta nefúðann frá okkur.“ Hafrún segir að aðstandendur fólks sem haldið er ópíóðafíkn þrái að hafa aðgang að nefúðanum til að geta brugðist rétt við ef slæm tilfelli koma upp. Ertu bjartsýn á að þetta skref Bandaríkjanna verði til þess að fleiri þjóðir fylgi í kjölfarið? „Ég vona það innilega því við höfum nú séð það hvernig ópíóðafaraldurinn er að fara með Bandaríkin. Vonandi getum við og aðrar þjóðir lært af því hvað það er mikilvægt að hafa gott aðgengi að Naloxone nefúða.“
Lyf Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53 Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38 Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Sjá meira
FDA heimilar lausasölu naloxone-lyfsins Narcan Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað lausasölu lyfjaúðans Narcan. 31. mars 2023 12:53
Systurfyrirtæki eins stærsta ópíóíðaframleiðandans setur mótefni á markað Systurfyrirtæki ópíóðaframleiðandans Purdue Pharma hefur sett á markað mótlyf við ópíóíða ofskömmtun. 15. desember 2019 10:38
Þekkir þú Naloxone og kanntu að nota það? Árlega látast tugir einstaklinga vegna lyfjaeitrana hér á landi. Á síðasta ári voru andlátin fleiri en nokkru sinni, en þá létust 46 einstaklingar. Algengasta lyfið sem fannst í þeim látnu voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. Níu þeirra látnu voru einstaklingar undir þrítugu, jafn mörg og öll þau er létust í umferðinni hér á landi sama ár. 6. október 2022 07:00