Horfa til afléttinga í ljósi góðra aðstæðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2023 12:11 Víðir Reynisson er yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Snjóflóðahætta fer þverrandi á Austurlandi og standa vonir til að hægt verði að aflétta rýmingum fljótlega. Íbúi á Seyðisfirði er ósáttur við seinagang í upplýsingagjöf lögreglu til íbúa. Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir. Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Engar tilkynningar hafa borist um flóð á Austurlandi síðan síðdegis í gær. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir veðurspá hagstæða, en stytta á upp eftir hádegi. „Þá gefst tækifæri til að meta krapaflóðsstöðuna og sjá hvernig það þróast í dag. Snjóflóðahættan fer óðum minnkandi og við erum bjartsýn á að það verði hægt að fara í afléttingar, að minnsta kosti vegna snjóflóðarýminga,“ segir Víðir. Þá verði vonandi einnig hægt að aflétta rýmingum vegna krapaflóðahættu, þó það sé tvísýnna. Á flestum vegum sé orðið gott færi. „Það er þröngt á einhverjum fjallvegum og snjór í köntum, þannig að það þarf að gæta varúðar þar. Svo er eitthvað um vatnsskemmdir á vegum og hámarkshraði verið tekinn niður.“ Víða um Austurland gæti áhrifa veðurs síðustu daga, en unnið sé að lagfæringu. Þá séu allir vegir í alfaraleið opnir. Eðlilegar skýringar að baki upplýsingagjöf til íbúa Sigfús Gunnarsson er búsettur á Seyðisfirði. Hann telur að upplýsingar frá lögreglu um rýmingar mættu berast fyrr. „Núna þegar það var rýmt á Bökkunum í fyrrakvöld þá fréttum við af þessum fundi sem var haldinn hér um rýmingar. Við vissum að það átti að rýma, en það var tæpum tveimur tímum síðar sem SMS kom.“ Upplýsingar um rýmingu hafi verið birtar á Facebook áður en þær voru sendar með smáskilaboðum til íbúa. Það sé sjálfsagt að rýma þegar skipanir um það berist. „Allt annað er mjög flott nema þessi upplýsingagjöf.“ Víðir segir eðlilegar skýringar hins vegar búa að baki. „Það er mjög oft þannig að það er ákveðið að fara í rýmingar. Það er ákveðið á fundi hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, en rýmingin á ekki að taka gildi fyrr en fimm, sex klukkutímum seinna. Það er bara út af því að þá er þróunin talin vera þannig. Þannig að það er eðlileg skýring á því ef það hefur verið með slíkum hætti,“ segir Víðir.
Almannavarnir Snjóflóð í Neskaupstað Múlaþing Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira