Bjarni Fritzson: Við vorum í basli Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. mars 2023 21:40 Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét ÍR tókst ekki að setja enn frekari pressu á lið KA í fallbaráttunni í Olís-deildinni í kvöld. ÍR-ingar töpuðu nefnilega með fimm marka mun gegn nýkrýndum bikarmeisturum Aftureldingar, 27-22. Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“ Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“
Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03