Svona lítur úrslitakeppni Subway-deildarinnar út Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 06:31 Valsmenn eiga titil að verja. Vísir/Bára Deildarkeppni Subway-deildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi þegar heil umferð var leikin á sama tíma. Fyrir lokaumferðina var ýmislegt sem gat gerst, enda deildin mjög jöfn og til að mynda voru þrjú lið sem börðust um seinasta lausa sætið í úrslitakeppninni fram á seinustu stundu. Þá þurftu Keflvíkingar á sigri að halda gegn sjóðheitu liði Njarðvíkur til að tryggja sér þriðja sætið og Þór frá Þorlákshöfn gat stolið sjötta sæti deildarinnar af Grindvíkingum með sigri gegn Grindvíkingum á heimavelli. Nú er hins vegar ljóst hvaða átta lið eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar og hvaða lið mætast í umræddum átta liða úrslitum. Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals mæta liði Stjörnunnar sem rétt skreið inn í úrslitakeppnina með sigri gegn föllnum KR-ingum í gær, en sigur hins fallliðsins, ÍR, kom í veg fyrir það að Höttur tæki seinasta úrslitakeppnissætið af Stjörnumönnum. Njarðvík, sem hefur verið heitasta lið deildarinnar eftir áramót, mætir Grindavík og Haukar mæta næstheitasta liði deildarinnar eftir áramót, Þór Þorlákshöfn. Þá mætast Keflavík og Tindastóll einnig í líklega áhugaverðustu viðureign átta liða úrslitanna, en Keflvíkingar rétt misstu af þriðja sæti deildarinnar eftir naumt tap gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í gær. Átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit verða eins og síðustu ár öll leikin með sama sniði, það er að vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Hver sería getur því mest farið í fimm leiki. Liðið sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar mætir alltaf liðinu sem hafnaði í neðsta sæti deildarkeppninnar af þeim liðum sem eru eftir og svo koll af kolli. Viðureignir átta liða úrslitanna má sjá hér fyrir neðan. Átta liða úrslitin Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti) Subway-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Fyrir lokaumferðina var ýmislegt sem gat gerst, enda deildin mjög jöfn og til að mynda voru þrjú lið sem börðust um seinasta lausa sætið í úrslitakeppninni fram á seinustu stundu. Þá þurftu Keflvíkingar á sigri að halda gegn sjóðheitu liði Njarðvíkur til að tryggja sér þriðja sætið og Þór frá Þorlákshöfn gat stolið sjötta sæti deildarinnar af Grindvíkingum með sigri gegn Grindvíkingum á heimavelli. Nú er hins vegar ljóst hvaða átta lið eru á leið í úrslitakeppni Subway-deildarinnar og hvaða lið mætast í umræddum átta liða úrslitum. Íslands-, deildar-, og bikarmeistarar Vals mæta liði Stjörnunnar sem rétt skreið inn í úrslitakeppnina með sigri gegn föllnum KR-ingum í gær, en sigur hins fallliðsins, ÍR, kom í veg fyrir það að Höttur tæki seinasta úrslitakeppnissætið af Stjörnumönnum. Njarðvík, sem hefur verið heitasta lið deildarinnar eftir áramót, mætir Grindavík og Haukar mæta næstheitasta liði deildarinnar eftir áramót, Þór Þorlákshöfn. Þá mætast Keflavík og Tindastóll einnig í líklega áhugaverðustu viðureign átta liða úrslitanna, en Keflvíkingar rétt misstu af þriðja sæti deildarinnar eftir naumt tap gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í gær. Átta liða úrslit, undanúrslit og úrslit verða eins og síðustu ár öll leikin með sama sniði, það er að vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Hver sería getur því mest farið í fimm leiki. Liðið sem hafnaði í efsta sæti deildarkeppninnar mætir alltaf liðinu sem hafnaði í neðsta sæti deildarkeppninnar af þeim liðum sem eru eftir og svo koll af kolli. Viðureignir átta liða úrslitanna má sjá hér fyrir neðan. Átta liða úrslitin Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti)
Valur (1.sæti) - Stjarnan (8. sæti) Njarðvík (2. sæti) - Grindavík (7. sæti) Haukar (3. sæti) - Þór Þorlákshöfn (6. sæti) Keflavík (4. sæti) - Tindastóll (5. sæti)
Subway-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins