Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2023 22:20 Björgunarsveitarmenn í Neskaupstað ræða við Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Sigurjón Ólason Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Fjallað var um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 en í morgun breytti Veðurstofan gulri viðvörun yfir í appelsínugula. Viðvörunin tók gildi klukkan nítján í kvöld. Hún nær í raun yfir alla Austfirði, milli Glettings og Þvottárskriða, og byggðir allt norður frá Seyðisfirði og suður fyrir Djúpavog. Snjóflóðahætta er talin á öllu svæðinu, mest þó á miðhluta Austfjarða. Björgunarsveitarmenn á spjalli við bæjarstjórann. Fyrir aftan má sjá lokunarpóst við götuna Starmýri og einnig skemmda bíla eftir snjóflóðið sem féll á mánudag.Sigurjón Ólason Annað kort frá Veðurstofunni sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag. Þar sést að þetta mikla úrkomubelti nær suður í Öræfasveit. Þetta byrjar sem snjókoma en breytist svo í slyddu og loks í rigningu eftir því sem hlýnar og þá verður hætta á krapaflóðum. Kortið sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag.Veðurstofa Íslands Á færðarkorti Vegagerðarinnar síðdegis yfir færðina á þjóðvegum Austurlands mátti sjá að helstu leiðir voru enn opnar. Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar lokaðist að vísu um tíma í morgun en búast má við að færðin spillist strax í kvöld því varað er við miklum samgöngutruflunum. Norðfjarðargöng voru lokuð í hálfan annan sólarhring í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu Norðfjarðarmegin í Fannardal. Sigurjón Ólason Þegar séð var að snjóflóðahætta myndi aukast með versnandi veðurspá sendu almannavarnir enn meiri liðsauka til Austurlands í dag sem bættist við þann hóp sem sendur var strax á mánudag. Lið frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði og Rauða krossinum flaug þá austur en einnig voru hundar með í för, þjálfaðir til leitar í snjóflóðum. Landhelgisgæslan sendi einnig þyrlu austur sem og varðskip. Björgunarsveitir á Norðurlandi lögðu einnig lið og sendu snjóbíla og mannskap. Biðsalur farþega á Egilsstaðaflugvelli var tekinn undir björgunarsveitarfólk og leitarhunda.Sigurjón Ólason Hjá lögreglunni á Austurlandi áætlaði Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, nú síðdegis að yfir tvöhundruð manns væru núna þar í viðbragðsstöðu. Þar af væru um fimmtíu manns af Austurlandi en yfir 150 manns úr öðrum landshlutum. Frá Norðfirði. Bíll björgunarsveitarinnar Gerpis.Sigurjón Ólason Það eru þó vettvangsstjórnir heimamanna, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og ekki síst á Norðfirði, sem bera hitann og þungann af þeim mikla viðbúnaði sem núna er haldið úti. Snjóflóðið sem féll á nokkur hús í Neskaupstað í fyrradag minnti menn þar óþyrmilega á snjóflóðin 1974 sem kostuðu tólf manns lífið. Bílarnir sem lágu þar á hvolfi, um tugur talsins, vitna um þann ógnarkraft sem fylgir snjóflóði og það sem olli mestum skaða á mánudag telst þó lítið. Við hús björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað.Sigurjón Ólason „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta,“ sagði Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður í Neskaupstað, þegar hann sýndi okkur ummerki snjóflóðsins sem féll í fyrradag. „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum.“ Tómas Zoëga er snjóflóðaeftirlitsmaður á Norðfirði.Sigurjón Ólason Eitt þeirra hafi fallið á varnargarð. „Og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað,“ sagði Tómas snjóflótaeftirlitsmaður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá Norðfirði í gær: Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Fjallað var um stöðuna í fréttum Stöðvar 2 en í morgun breytti Veðurstofan gulri viðvörun yfir í appelsínugula. Viðvörunin tók gildi klukkan nítján í kvöld. Hún nær í raun yfir alla Austfirði, milli Glettings og Þvottárskriða, og byggðir allt norður frá Seyðisfirði og suður fyrir Djúpavog. Snjóflóðahætta er talin á öllu svæðinu, mest þó á miðhluta Austfjarða. Björgunarsveitarmenn á spjalli við bæjarstjórann. Fyrir aftan má sjá lokunarpóst við götuna Starmýri og einnig skemmda bíla eftir snjóflóðið sem féll á mánudag.Sigurjón Ólason Annað kort frá Veðurstofunni sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag. Þar sést að þetta mikla úrkomubelti nær suður í Öræfasveit. Þetta byrjar sem snjókoma en breytist svo í slyddu og loks í rigningu eftir því sem hlýnar og þá verður hætta á krapaflóðum. Kortið sýnir áætlaða uppsafnaða úrkomu fram til klukkan átján á föstudag.Veðurstofa Íslands Á færðarkorti Vegagerðarinnar síðdegis yfir færðina á þjóðvegum Austurlands mátti sjá að helstu leiðir voru enn opnar. Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar lokaðist að vísu um tíma í morgun en búast má við að færðin spillist strax í kvöld því varað er við miklum samgöngutruflunum. Norðfjarðargöng voru lokuð í hálfan annan sólarhring í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu Norðfjarðarmegin í Fannardal. Sigurjón Ólason Þegar séð var að snjóflóðahætta myndi aukast með versnandi veðurspá sendu almannavarnir enn meiri liðsauka til Austurlands í dag sem bættist við þann hóp sem sendur var strax á mánudag. Lið frá björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði og Rauða krossinum flaug þá austur en einnig voru hundar með í för, þjálfaðir til leitar í snjóflóðum. Landhelgisgæslan sendi einnig þyrlu austur sem og varðskip. Björgunarsveitir á Norðurlandi lögðu einnig lið og sendu snjóbíla og mannskap. Biðsalur farþega á Egilsstaðaflugvelli var tekinn undir björgunarsveitarfólk og leitarhunda.Sigurjón Ólason Hjá lögreglunni á Austurlandi áætlaði Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, nú síðdegis að yfir tvöhundruð manns væru núna þar í viðbragðsstöðu. Þar af væru um fimmtíu manns af Austurlandi en yfir 150 manns úr öðrum landshlutum. Frá Norðfirði. Bíll björgunarsveitarinnar Gerpis.Sigurjón Ólason Það eru þó vettvangsstjórnir heimamanna, á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Eskifirði og ekki síst á Norðfirði, sem bera hitann og þungann af þeim mikla viðbúnaði sem núna er haldið úti. Snjóflóðið sem féll á nokkur hús í Neskaupstað í fyrradag minnti menn þar óþyrmilega á snjóflóðin 1974 sem kostuðu tólf manns lífið. Bílarnir sem lágu þar á hvolfi, um tugur talsins, vitna um þann ógnarkraft sem fylgir snjóflóði og það sem olli mestum skaða á mánudag telst þó lítið. Við hús björgunarsveitarinnar Gerpis í Neskaupstað.Sigurjón Ólason „Það var voða lítið magn í því en hraðinn hefur verið óskaplegur og farið illa með þetta,“ sagði Tómas Zoëga, snjóflóðaeftirlitsmaður í Neskaupstað, þegar hann sýndi okkur ummerki snjóflóðsins sem féll í fyrradag. „Það hefur verið mikill asi á þessu en það fór nú flóð hér úr fleiri giljum.“ Tómas Zoëga er snjóflóðaeftirlitsmaður á Norðfirði.Sigurjón Ólason Eitt þeirra hafi fallið á varnargarð. „Og sannar ágæti garðanna. Það kemur á garðinn og fer alveg upp á topp á því. Það hefði sennilega farið niður á hús ef það hefði ekki verið stoppað,“ sagði Tómas snjóflótaeftirlitsmaður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá Norðfirði í gær:
Snjóflóð í Neskaupstað Snjóflóð á Íslandi Almannavarnir Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44 Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. 29. mars 2023 11:44
Fjórði garðurinn hefði afstýrt hörmungunum Hættuástand er enn í gildi fyrir austan vegna snjóflóða. Ekki er víst að því verði aflétt á næstunni sökum þess hve veðurspáin fyrir svæðið er slæm. Ljóst er að snjóflóðavarnagarðar áttu stóran þátt í því að ekki fór verr þegar stærstu snjóflóðin féllu í gær. 28. mars 2023 22:27
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14